Valsblaðið - 01.05.1990, Síða 11

Valsblaðið - 01.05.1990, Síða 11
„OLD-BOYS" 1990 Hilmir Elísson skrifar Sjaldan hefur verið úr jafnstórum og harð- snúnum hópi eldri Valsmanna að velja eins og útlitið var í byrjun síðastliðins sumars. „En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið”. íslandsmót eldri flokks byrjaði ekki fyrr en 9. júlí með leik gegn Reyni Sandgerði. Valsmenn mættu með öflugan hóp eins og svo oft vill verða í fyrsta leik móts. Þó voru Valsmenn óstyrkir og skoruðu Reynismenn á undan. Fljótlega sagði reynslan þó til sín og lauk leiknum með sigri Vals 6:2. Ingi Björn skor- aði 2 mörk, en Úlfar Másson, Hermann Gunnarsson, Kristján Ásgeirsson og Alex- ander Jóhannesson eitt mark hver. Annar leikur Vals fór fram að Hlíðarenda og var leikið gegn Njarðvík. Iðagrænt neðra grasið átti vel við Valsmenn og unnum við þægilegan sigur — 4:1. Alexander, Guð- mundur Þorbjörnsson, Hermann og Ingi Björn skoruðu mörkin. í útileik gegn Ármanni mættu Valsmenn með 16 manna hóp. Menn voru samt úti á þekju en tókst að knýja fram 3:2 sigur. Óttar Sveins., tílfar Máss., og tílfar Hróarsson skoruðu mörkin. 9. ágúst var leikið í sólskini og á fagurgræn- um neðri grasvelli Vals. Leikið var gegn Akur- nesingum sem hafa venjulega verið mjög erf- iðir viðureignar. Við unnum góðan og sætan sigur og munaði þar mest um samspil félag- anna Harðar Hilmarsson, Inga Björns og Guðmundar Þorbjörnssonar. Þetta var eini •eikur Harðar með okkur í sumar. Ingi Björn skoraði 3 mörk í 4:1 sigri og Gummi Þor- björns. eitt mark. Um miðjan ágúst var leikið á aðalvellinum á Hlíðarenda gegn liði Árvakurs — í glaða sólskini. Harðsnúið Valsliðið var ekki í vand- ræðum með andstæðingana því mótspyrnan var minni en oft áður. Valur sigraði 8:0. Ingi Björn skoraði 3 mörk en tílli, tílfar Hróars., borsteinn Sig., Gúndi og Gummi Þorbjörns., eitt mark hver. Margir leikmenn úr þessu sigursæla Valsliði frá þjálfaratíð Youri Ilitchev leika með Old-boys í dag og sýna snilldartakta. Við vorum því komnir með fullt hús stiga, búnir að vinna alla leikina í riðlinum en að- eins einum var ólokið — gegn IBV. tírslita- leikurinn í riðlinum var því framundan og leikið skyldi að Hlíðarenda 18. ágúst. Gott veður var á leikdag, sólskin og blíða en ekki dugði það Valsmönnum þvi leikurinn tapað- ist með óskiljanlega miklum mun 0:5. Vest- mannaeyingar voru í miklum ham enda með gott lið. Við áttum í miklum vandræðum og átti fjarvera Inga Björns hvað mestan þátt í því en hann fór í óvænt ferðalag með meist- araflokki. Engu að síður mættum við 12 í leikinn en svo fór sem fór. íslandsmeistari í flokki „old-boys” varð Þróttur Reykjavík, ÍBV varð í 2. sæti, Fram í 3. sæti og Valur í því fjórða. Markatala okkar var 25—11. Ingi Björn skoraði 9 mörk í sum- ar, tílfar Másson 3, Guðmundur Þorbjörns- son 3, Alexander 2, tílfar Hróarsson 2, Her- mann 2, Gúndi, Kristján Ásgeirs., Þorsteinn Sigurðsson og Óttar Sveinsson, eitt mark hver. Leikmenn eldri flokks héldu dálítið teiti í félagsaðstöðu Vals að Hlíðarenda. Þar var besti leikmaður flokksins kosinn og sömu- leiðis sá efnilegasti. Ingi Björn var kjörinn sá besti en tílfar Másson sá efnilegasti. Þetta er árviss viðburður að hætti annarra flokka í Val. Ingi Björn fékk eignarbikar að launum og verðlaunapening en sá efnilegasti verð- launapening. Gripirnir eru gefnir af verslun- inni Tékk-kristal og hefur sá stuðningur verið við lýði í mörg ár. Óttar Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Val í sumar en hann lék lengi sem bakvörður með meistaraflokki Vals. 11

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.