Valsblaðið - 01.05.1990, Side 48

Valsblaðið - 01.05.1990, Side 48
$? Víkingur Ólafsvík árið 1978. Aftari röð frá vinstri: Sigfús þjálfari, Þorgrímur Þráinsson, Helgi Kristjánsson, Hilmar Gunnarsson, Birgir Gunnarsson, Logi Úlfljótsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Kögnvaldsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Kristj- ánsson, Erlingur Jóhannsson, Bárður Tryggvason, Jónas Kristófersson, Atli Alexandersson, Jó- hannes Kristjánsson og Kristján Guðmundsson. skálminni. Ég læddist skömmustulegur heim og gætti þess að enginn sæi hvað hefði gerst. Ég man hreinlega ekki hvort mér tókst að leyna þessu. Þegar ég var sjö ára fluttum við á Álfhóls- veginn í Kópavogi og þar bjó ég til 10 ára ald- urs. Á þessum árum gekk ég í raðir Breiðabliks og ég á meira að segja félagsskírteinið ennþá. Ég man ekki eftir að hafa spilað nema einn leik með Breiðablik og það var gegn Val. Ég lék á hægri kantinum en setti lítinn svip á leik- inn. Það var ágætt að vera í Kópavoginum því maður hafði nóg fyrir stafni. Glíman var reyndar í aðalhlutverki hjá mér í Kópavogi og nældi ég mér í gull í þeirri grein. Nokkru síðar byrjaði ég fyrir alvöru að glíma við fótboltann með misjöfnum árangri. Á árunum í Kópavogi hóf ég meðal annars píanónám sem stóð skammt því ég vildi ekki missa af þáttunum með Lassý í sjónvarpinu. Ég svaraði alltaf játandi þegar kennarinn spurði hvort ég skildi hvað hann var að meina því ég þurfti að hlaupa heim til þess að missa ekki af Lassý. Ég var sem sagt ekki með á nót- unum og missti áhugann. Annars einkennast æskuárin að mestu leyti af veru minni í sveitinni hjá afa og ömmu. Afi var prestur á Staðastað á Snæfellsnesi, hét Þorgrímur V. Sigurðsson og amma Áslaug Guðmundsdóttir. Hjá þeim var ég öll sumur frá 3 ára til 13 og oft um páska. Þetta voru sælutímar. Ég hef oft sagt það i gríni að þeir sem eru í sveit á sumrin og leggja fótboltann „SPJÓTIÐ VAR í UPPÁHALDI Á ÞESSUM ÁRUM“ seint fyrir sig verða oftast varnarmenn. Lík- lega er skortur á grunntækni ástæða þess. 1 sveitinni hafði ég lítinn áhuga á fótbolta, setti þó boltaför á húsið annað slagið við lítinn fögnuð ömmu. Spjótið var í uppáhaldi á þess- um árum og slengdi ég því til og frá annað slagið. Reyndar átti ég dálítið erfitt með að ráða við þungt karlaspjótið en það rataði oft rétta leið. Núna — á gamals aldri, hugsa ég oft til dvalarinnar í sveitinni og er „nostalgían” að miklu leyti tengd þessum árum. Það var mikil upplifun að fá að sitja á hnjánum á frænda og stýra traktornum og fleira í þeim dúr” Foreldrar Þorgríms eru Soffía Margrét Þor- grímsdóttir, kennari og Þráinn Þorvaldsson, múararameistari. Hann á fjögur systkini. Bryndís býr á Sauðárkróki ásamt sínum manni, Áslaug í Garðabæ ásamt sínum, Þor- gerður í Madison í Bandaríkjunum ásamt sín- um manni sem er í framhaldsnámi í læknis- fræði og Hermann stundar nám í hagfræði við Háskóla íslands. Þorgrímur kvæntist Ragn- hildi Eiríksdóttur 7. júlí síðastliðinn og þau búa í Breiðholti. Árið 1970 flutti fjölskyldan til Ólafsvíkur og þá tók nýtt tímabil við í lífi snáðans. „Já, það voru mikil viðbrigði að flytja út á landi og kynnast nýjum krökkum. Mér tókst að aðlag- ast aðstæðum frekar fljótt og kunni vel við mig í Ólafsvík. Þegar þangað kom var áhug- inn fyrir fótbolta stöðugt að aukast og jafn- aldrar mínir þar voru miklir sportistar. Dag- lega var farið í viðstöðulausan, skyttukóng eða eitthvað annað og maður eyddi meiri tíma úti á malarvellinum en við lestur námsbóka. Úti á landi byrjar maður snemma að vinna og ég man varla eftir mér í annarri vinnu en fisk- vinnu. Á sumrin var unnið frá 8-7 alla daga og um kvöldin og helgar var það fótboltinn. I & Fermingunni fylgdi hár og háir liælar. Þor- grímur tilbúinn fyrir brauðið og vínið. Reyndar lékég mér líka í frjálsíþróttum á þess- um árum en þó aldrei af sömu alvöru og í fót- bolta. títi á landi stunda krakkar flestar íþróttagreinar og ég var engin undantekning. Ég vann aldrei nein teljandi afrek í frjálsum en náði þó að vinna til gullverðlauna á Andrésar Andar-leikunum í 60 metra hlaupi. Fyrst sigr- aði ég í Ólafsvík, síðan í Stykkishólmi þar sem þeir fótfráustu á Nesinu kepptu, þannig að ég vann mér rétt til þess að keppa til úrslita í Reykjavík. Ég man að ég tók rútu í bæinn, tölti einn inn á Melavöllinn þar sem keppnin fór fram og hljóp á strigaskóm í riðlakeppn- inni. Þar hafnaði ég í öðru sæti en tryggði mér sæti í úrslitahlaupinu. Einhverjir aumkuðu sér yfir mér og sögðu að það væri vonlaust að hlaupa á strigaskóm. Ég fékk því lánaða gaddaskó og vann þetta hlaup. Það kom sjálf- um mér mest á óvart. Seinna heyrði ég nafnið mitt lesið upp í útvarpinu og þá fór sælutilfinning um líkamann. Einu afrekin sem við í Víkingi getum státað okkur af er að við lentum í 2. sæti á íslands- mótinu í 3. flokki. Okkur til mikillar undrun- ar unnum við hvern leikinn á fætur öðrum í úrslitakeppninni í Reykjavík og hlutum silfrið fyrir rest. Vorum sem sagt með næst besta lið- ið á landinu í 3. flokki. Ég lék ávallt sem hægri kantmaður á þessum árum og var frekar slak- ur. Margir þeirra stráka sem léku með mér í þessu liði hefðu hæglega getað spjarað sig í 1. deildinni ef þeir hefðu farið sömu leið og ég. Ég er nokkuð viss um það.” — Manstu eftir fyrsta meistaraflokksleikn- um með Víkingi? „Já, það var árið 1976 þegar ég var 17 ára. Samkvæmt gömlu reglunum mátti maður ekki byrja að leika með meistaraflokki fyrr en maður var á 17. ári. Ég átti að vera varamaður í þessum leik en skyndilega þurfti vinstri bak- vörðurinn að fara til Reykjavíkur og mér var skellt í hans stöðu. Það gekk svo vel að ég lék sem vinstri bakvörður næstu 3 árin með Vík- ingi. Mér fannst mjög gaman að spila þessa 48

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.