Valsblaðið - 01.05.1990, Page 10

Valsblaðið - 01.05.1990, Page 10
Þorgils Óttar hampar sigurlaununum eftir góðan árangur í B-keppninni. Einar og Guðmund- arnir eru sigurreifir. „Það eru alveg hreinar línur að ef ég hætti í íþróttum verð ég mjög þungur maður. Ég er staðráðinn í því að halda mér í þokkalegu „formi” og vera viðloðandi íþróttir eins lengi og ég get. Á meðan ég hef heilsu og getu til. Maður lokar ekki fyrir íþróttaiðkun eins og maður skrúfar fyrir vatn. Ég á margt eftir ógert á mörgum sviðum og er það líkamlega vel á mig kominn að ég vonast til þess að geta notið lífsins. Áhugamálin eru mörg og verk- efnin eru ærin til næstu ára og áratuga.” unt á þessum leikmönnum að halda svo fraijialega sem þeir skila sér í góðu „formi” í leikina. Strákarnir sem spila á Spáni eru í topphandbolta, leika í mjög erfiðri deild og við þurfum á þeim að halda. Við getum ekki séð af Kristjáni Arasyni ennþá því við eigum ekki örvhentan leikmann sem getur komið i hans stað. Kristján er tilbúinn að leika með landsliðinu fram yfir B-keppnina Austurríki 1992 og er það mjög gleðilegt” — Eru ólík vinnubrögð á landsliðinu í dag og í tíð Bogdans? „Já og nei. Við Þorbergur höfum báðir verið undir handleiðslu Bogdans og þekkjum hans vinnubrögð út í ystu æsar. Hann var mjög stífur og harður þjálfari sem fór sínar eigin leiðir. Að margra mati gekk hann of langt í þeim efnum. En hann var ekki sá harð- stjóri sem búið er að bera út um hann um all- an bæ. Það hefur líka verið sagt að hann hafi ekki verið karakter til þess að umgangast og ræða við landsliðsmennina. Það er ekki rétt. Hann þekkti kjarnann í liðinu mjög vel og ræddi oft við okkur. Munurinn á okkur og honum er sá að við tölum íslensku og ég er viss um að það sé af hinu góða. Þegar nýliðar komu inn í landsliðið hjá honum áttu þeir bæði erfitt með að skilja hann og ná sam- bandi við hann og hans þjálfunaraðferðir. Þetta vandamál er ekki til í dag. Við þekkjum mannskapinn okkar betur en Bogdan gerði því við Þorbergur erum búnir að lifa og hrær- ast í handboltanum í langan tíma. Stóran hluta landsliðsins þekkjum við mjög vel per- sónulega. Þjálffræðilega er það spurning hvort við þekkjum strákana of vel—hvort það eigi eftir að spila of mikið inn í. Ég hef ekki trú á því að það sé verra því strákarnir eru það sterkir persónuleikar og þroskaðir. Þessir strákar vita hvað það kostar að komast í fremstu röð og það þarf ekki að berja þá áfram. Við erum ekki nein uppeldisstofnun!’ — Eru einhverjir leikmenn í liðinu sem gætu orðið heimsklassaleikmenn? „Hornamenn okkar í dag, sem eru fjórir, eru allir í mjög háum gæðaflokki á alþjóða- Einar heldur um aðra af vinkonum sínum í markinu — stöngina. mælikvarða. Það er best mannaða staðan í landsliðinu í dag!’ — Með hvaða hætti hvílistu best frá íþrótt- unum? Tekurðu góða bók og ferð í ferðalag? „Ég næ ekki að loka mig svo mikið frá íþróttunum. Það er helst að ég gleymi mér í vinnunni og það er ágætt. Eftir vinnu taka íþróttirnar við nánast alla daga.” — Áttu þér einhvern griðarstað utan Reykjavíkur sem þú getur flúið á? „Ekki ennþá en ég á land undir sumarbú- staði ásamt sjö öðrum Valsmönnum. Þetta er við Apavatn, samtals 3 og 1/2 hektari og þar í mörgu að snúast hjá Einari Þorvarð- arsyni eftir sigur Vals í bikarkeppni HSÍ 1990. munu væntanlega rísa 7 sumarbústaðir í framtíðinni.” — Geturðu gefir þér tíma í einhver önnur áhugamál? Hefurðu ekki náð að sinna ein- hverju sem þú vilt ólmur komast í? „Það er margt sem ég á eftir að fá útrás fyr- ir. Ég á eftir að fara á fjöll og skytterí en ég hlakka til þess að geta upplifað þetta áhuga- mál.” — Hvernig sérðu þig fyrir þér í fram- tíðinni? 10

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.