Valsblaðið - 01.05.1990, Side 20

Valsblaðið - 01.05.1990, Side 20
HVER ER VALSMAÐURINN? „MESTA PÚLIÐ VAR AÐ LABBA HEIM EFTIR ÆFINGAR“ Jóhannes Bergsteinsson, leikmaður í fyrsta íslands- meistaraliði Vals — 1930 — og einn af þeim sem stóðu fyrir kaupunum á Hlíðarenda Texti: Þorgrímur Þráinsson Á því herrans ári 1990 voru 50 ár, eða hálf öld, liðin frá því Valur varð fyrst íslands- meistari í knattspyrnu. Þeir kappar, sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrstu ís- landsmeistarar Vals, eru allir fallnir frá utan tveggja. Aðeins Jón Eiríksson læknir og Jó- hannes Bergsteinsson múrari eru á lífi. Það er ætlunin með þessu viðtali við Jóhannes Berg- steinsson að varpa örlitlu ljósi á lífsmáta þeirra manna sem komu Val á spjöld sögunn- ar og segja frá því hvernig aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar voru á þessum árum. Timarn- ir hafa breyst og mennirnir með en við meg- um aldrei gleyma þeim sem lögðu jarðveginn, sáðu í hann og lögðu grunninn að því stór- veldi sem Valur er í dag. Hvar væri Valur í dag ef framtaksamir menn og hugrakkir hefðu ekki fest kaup á Hlíðarenda? Er mögulegt að Valurinn hefði hreinlega flogið til fjalla að nýju og ungarnar hans stækkað og dafnað í öðrum félögum? Sem betur fer þarf ekki að svara þessari spurningu en Jóhannes Berg- steinsson er sá maður sem geymir minning- arnar innra með sér og hann ætlar með okkur í örstutt en forvitnilegt ferðalag -50 ára aftur í tímann. Óminnishegrinn lætur ekki á sér kræla því Valurinn hafði vinninginn hér á ár- um áður og svo verður um ókomna tíð. Jóhannes segir að fótboltinn hafi tekið sinn toll. „Ég fótbrotnaði fyrir 60 árum og núna eru þau meiðsli farin að hrjá mig aftur. Ég á frekar erfitt með að ganga en ég sé ekki eftir neinu sem ég hef upplifað með Val. Þetta var allt þess virði” Jóhannes tekur á móti mér á snotru heimili sínu í Hafnarfirði. Hann er yfirvegaður og afslappaður og fer sér að engu óðslega. Segist ekki hafa afrekað neitt sem er i frásögur fær- andi en felst þó á að rifja upp sitthvað frá ár- unum í Val. Rjúkandi kaffi og kökur eru á boðstólum og það er ekki hamagangnum fyr- h l 20

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.