Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 13
 Jón Zoéga formaður Vals hcldur stutta tölu á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar. lög. Niðurstaða skýrslunnar er sú að Valur hefur borið skarðan hlut frá borði í samskipt- um sínum við Reykjavíkurborg. Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið 1989 varð tap á rekstri félagsins en eigið fé þess í árslok nam tæpum 95 milljónum króna. SUMARBÚÐIR í BORG Þriðja árið í röð voru starfræktar „Sumar- búðir í borg”. Haldin voru 5 tveggja vikna námskeið. Þátttakendur voru um 600. Skipu- lögð dagskrá var frá kl. 9 á morgnana til kl. 16. í hádeginu fengu börnin heitan mat sem skammtaður var á staðnum. Sem fyrr var fjölbreytnin í fyrirrúmi og börnunum skipt í hópa. Elstu krakkarnir fengu mikla kennslu í þeim íþróttagreinum sem eru stundaðar hjá Val, auk þess sem þau fengu að kynnast öðr- um íþróttagreinum. Hjá yngri börnum var lögð áhersla á fjölbreytni og leik. Leiðbein- endur á hverju námskeiði voru um 10. Skóla- stjóri sem fyrr var Torfi Magnússon. ÝMISLEGT Árshátíð félagsins 1990 var haldin að kvöldi 3. mars. Hún tókst vel en aðsókn hefði mátt vera betri. Þann 11. maí var boðið upp á hefðbundið afmæliskaffi að Hlíðarenda. Valskonur sáu um veitingar. Fyrsta skóflu- stungan að kapellu séra Friðriks að Hlíðar- enda var tekin þann 25. maí og kom þá fjöldi góðra gesta. Herrakvöld Vals var haldið i nýja vallarhúsinu fyrsta föstudag í nóvember, eða þann 3. Var þetta í annað sinn sem herra- kvöldið er haldið í nýja húsinu að Hlíðarenda og augljóst að mönnum líkar vel staðsetning- in. Tókst skemmtunin vel í alla staði og að- sókn var mjög góð. Hagnaði sem varð af kvöldinu verður varið til áframhaldandi framkvæmda í félagsheimilinu. Grímur Sæ- mundsen, ásamt Guðmundi Þorbjörnssyni, Stefáni Gunnarssyni og Herði Hilmarssyni sáu um allan undirbúning. Þrjú fréttabréf á vegum aðalstjórnar hafa komið út á árinu. Ábyrgðarmaður þeirra var Ragnar Ragnarsson. Valsblaðið 1989, 41. ár- gangur, kom út í desember. Umsjón með út- gáfunni fyrir hönd aðalstjórnar hafði Þor- steinn Haraldsson. Ritstjóri var Þorgrímur Þráinsson. UNGLINGARÁÐ KNATTSPYRNU DEILDAR 6. flokkur Vals 1990. Innan Knattspyrnufélagsins Vals er starf- andi sérstakt unglingaráð knattspyrnudeild- ar. Hlutverk unglingráðs er að sjá til þess að yngri flokkar félagsins geti stundað æfingar, tekið þátt í þeim íþróttamótum sem haldin eru og að vel sé búið að flokkunum félags- lega. Þegar talað er um yngri flokka innan knattspyrnudeildar Vals er átt við 3. til 7. flokk og 2. til 5. flokk kvenna. Það unglingaráð sem nú starfar innan knattspyrnudeildar tók til starfa síðastliðið vor en nokkuð var fjölgað í því síðastliðið haust. Nú eru það 8 „eldri” Valsarar sem skipa ráðið. Knattspyrnufélagið Valur býr yf- ir bestu íþróttaaðstöðu sem hugsast getur hér á landi en samt sem áður þarf að bæta við hana á komandi árum eftir efnum og aðstæð- um. Mikil fjölgun hefur orðið í yngri flokk- um Vals nú í vetur og er það vel. Félagið býð- ur öllum flokkum upp á tvær æfingar í viku að vetri til auk þess sem nokkrir flokkar hafa átt kost á æfingum á gervigrasinu í Laugar- dal. Síðastliðið sumar voru tveir grasvellir í notkun til æfinga auk gamla malarvallarins. UPPBYGGING UNGLINGASTARFS Eins og áður sagði starfa 8 aðilar innan unglingaráðs. Hver um sig er tengiliður við einn ákveðinn flokk til að sjá svo um að flokkurinn búi við það sem til þarf og að þjálfari og flokkurinn geri skildu sína. Það er stefna unglingaráðs að fyrir hvern flokk sé starfandi foreldrafélag og skipað sé flokks- ráð. í flokksráði er fulltrúi unglingaráðs, um- sjónarmaður flokksins og formaður for- eldrafélags, auk þjálfara flokksins. Innan hvers flokks er mismunandi fjöldi iðkenda en Klár í slaginn! nú í vetur hafa verið frá 25 til 40 iðkendum mest í yngstu flokkunum. Allir eru sammála um gildi íþrótta. Hlut- verk þjálfarans er að allir iðkendur nái ár- angri í sinni grein og að sjá um að hverjum einstaklingi sé sinnt. Sinni þjálfari sínum skildum næst góður árangur. Hópur i íþrótt- um sem æfir saman, keppir saman — það eru félagar. Tilgangur hvers flokksráðs í flokk- unum er að vinna að verkefnum flokkanna, undirbúa keppnir, mót og ferðalög — þ.e. að sjá um félagslega þátt flokksins, Gott samstarf innan Vals með stuðningi foreldra skilar ekki bara betri íþróttamanni heldur betri og heilbrigðari einstaklingi. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.