Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 23
Jóhannes þjólfaði Val árin 1941 og 1942en þá vann félagið alla þá bikara sem keppt var um. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Bergsteinsson þjálfari, Sigurður Ólafsson, Hrólfur Benediktsson, Hafsteinn Guðmundsson, Ingólfur Steinsson, Ólafur Jensson, ? Kjartansson, Sveinn Helgason, Karl Jónsson, Egill Kristbjörnsson, FVímann Helgason, Þorkell Ingvason formaður knattspyrnudeildar. Fremri röð fró vinstri: Albert Guðmundsson, Grímar Jónsson, Björgúlfur Baldvinsson, Magnús Bergsteinsson, Hermann Hermannsson, Ellert Sölvason, Jóhann Eyjólfsson, Snorri Jónsson, Geir Guðmundsson. Árið er 1935 í Noregi. Frá vinstri: Hrólfur, Hermann og Jóhannes. Sá á skyrtunni er heimamaöur. mjög flínkur „haffbakk” sem við lærðum mikið af bara við það að horfa á. Það var synd að fá ekki að spreyta sig á þeim” Jóhannes varð 7 sinnum íslandsmeistari með Val á 12 ára ferli sinum með meistara- flokki Vals en skyldi hann ekki hafa langað til þess að verða atvinnumaður? „Það hvarflaði ekki að mér enda þekktist slíkt ekki á þessum árum. Ég hefði hvort sem er aldrei getað spilað með öðru félagi en Val. Frekar hefði maður hætt en leikið með öðru liði. Á þeim árum sem Valur átti ekki meist- araflokkslið fóru bara tveir leikmenn í KR en hinir drógu sig i hlé. Ég hef aldrei kunnað við mig í Vesturbænum. Það er svolítið einkenni- legt með Vesturbæinn þegar maður hugsar til þess að það er varla að nokkur sérverslun þrífist vestan við Aðalstræti. Það er varla nokkurt bakarí í Vesturbænum og varla bankaútibú. Hverju skyldi þetta sæta? Fyrir mér eru Vesturbæingar alveg sér þjóðflokk- ur. Þeir halda vel hópinn og passa sig og sína!’ — Fóru þið ekki í einhverjar spennandi ut- anlandsferðir? „Jú, við fórum bæði til Þýskalands og Noregs. Fyrstu utanlandsferðina fjármögn- uðum við með því að gefa út bók séra Frið- riks, Keppinautar. Reyndar var það Valur sem gaf hana út en við sáum um að selja hana. Með þeim hætti eignuðumst við ferðasjóð og fórum út með skipinu Líru!’ — Reidar Sörensen þjálfaði Val á einu mesta blómatímabili félagsins. Var ykkur ekki vel til vina? „Jú, við vorum góðir vinir og bjuggum rétt hjá hvor öðrum. Reidar var ágætis þjálfari og vel menntaður íþróttakennari. Hann var fyrr- um frjálsíþróttamaður og kunni mikið fyrir sér.” — Fannst þér þú hætta of snemma að keppa? „Ég gifti mig árið 1940, fór á síld og síðan í múrverkið. Ég var í múrverkinu í 55 ár og kláraði mig gjörsamlega í öxlinni. Ég leitaði til læknis og hann sagði mér að fá mér annað starf. Ég sagðist ekki kunna neitt annað nema ég gæti snúið mér að því að gerast stjórn- málamaður því til þess þurfi ekki próf. Þá sagði læknirinn íbygginn að ekki tæki betra við því þá fengi ég krabba í hálsinn!’ Jóhannes starfið mikið að félagsmálum í Val eftir að knattspyrnuferli hans lauk. Hann var einn þeirra sem stóðu fyrir kaupunum á Hlíðarenda og tók þátt í uppbyggingu félags- ins á allan hátt. Hann var einnig í fyrstu landsliðsnefnd Islands og tók þátt í vali á fyrsta landsliði íslands. „Ég fór út í félags- störfin vegna þess að félagið þurfti á mér að halda. Ég var ólatur eins og margir á þessum árum. Félagsskapurinn var góður að Hlíðar- enda. Ég var á Hlíðarenda fram undir 1960 en varð þá að láta staðar numið. Þá fór ég að byggja og hafði ekki meiri tima aflögu.” — Manstu eftir fundinum þar sem ákveðið var að kaupa Hlíðarenda? 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.