Valsblaðið - 01.05.1990, Síða 53

Valsblaðið - 01.05.1990, Síða 53
eða búningsklefanum því það er aldrei nein lognmolla í kringum hann. Á 12 ára ferli hefur mér alltaf þótt vænst um vin minn Sævar Jónsson. Við höfum verið vinir frá því ég kom fyrst „á malbikið” og þær stundir sem við höfum átt saman eru ógleym- anlegar. Sævar er traustasti leikmaður sem ég hef leikið með og það er ómetanlegt að hafa hann við hlið sér í leik. Hann gefst aldrei upp og er sannur atvinnumaður i því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur leikið sem atvinnumaður í þremur löndum og er því gíf- urlega reynslumikill. Sævar sættir sig aldrei við neitt annað en 100% árangur og hann er alltaf fyrsti maðurinn til þess að leggja það á sig sem þarf til þess að ná þeim árangri. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur er mjög „pro- fessional” og yngri leikmenn í liðinu ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. Sá hæfileikaríkasti hvað markaskorun varðar er án efa Ingi Björn Albertsson. Hann er alveg ótrúlega leikinn með boltann og yfir- vegaður, hvort sem það er úti á vellinum eða inni í markteig. Ég er sannfærður um það að ef Ingi Björn hefði verið heill heilsu síðastliðið sumar, í góðri æfingu og leikið með okkur hefði hann orðið meðal markahæstu manna í 1. deild. Hann hefur ekki tapað miklu af „gullna tötsinu”. Það er endalaust hægt að telja upp eftir- minnilega samherja en kannski ekki rétt að nefna einhverja sérstaka. Mannskapurinn í Val í dag er mjög góður og hef ég þá trú að Ingi Björn nái að laða fram það besta í strákunum. Sumir hafa reyndar verið dálítið stórir með sig og þóst vita betur en leikmenn sem hafa ára- tuga reynslu. Þessir strákar mættu taka betri tilsögn en þeir eiga samt sem áður framtíðina fyrir sér. Þá vantar ekki hæfileikana en oft er þetta spurning um hugarfar og það að leggja sig alla fram á æfingum. Ég er bjartsýnn fyrir hönd strákanna og hlakka til að fylgjast með þeim” — Ertu sáttur við Val í dag? „Að flestu leyti. Það sem stendur félaginu fyrir þrifum að mörgu leyti er skortur á fjár- magni og slíkt kemur alltaf niður á allri starf- seminni á einn eða annan hátt. Valur hefur alla burði til þess að vera stórveldi um ókomna framtíð ef rétt er haldið á spöðunum. Á stund- um hefur mér fundist mörgum smáatriðum vera ábótavant og margt smátt gerir eitt stórt. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Valur er ekkert annað en félagsmennirnir sjálfir og ef þeir rækja ekki félagið og félags- starfsemina missir það dampinn. Valur á mörg þúsund stuðningsmenn en því miður láta margir hverjir bara sjá sig þegar vel gengur. Það er ekki mikill akkur fyrir félagið ef menn eru að monta sig af því að vera Valsmenn úti í bæ þegar vel gengur en fara svo í felur þegar illa gengur. Við þurfum einmitt á stuðningi að halda þegar illa gengur. Það fer enginn að segja mér að þeir 400 sem sóttu leiki okkar í 1. deild síðastliðið sumar að meðaltali séu einu stuðningsmenn félagsins. Við þurfum á fleiri áhorfendum að halda í öllum deildum og því ættu Valsmenn að láta sjá sig að Hlíðarenda. Ekki bara koma brosandi þegar bikar er í höfn. Utan þessa þarf að skipuleggja margt betur í félaginu, t.d. almenningstengsl ef svo má að orði komast. Það þarf að upplýsa fjölmiðla betur um það sem gerist í félaginu. T.d. koma Hart barist gegn Fram á gervigrasinu. nöfnum þeirra í blöðin sem hljóta viðurkenn- inar í félaginu. Ég sé að þessu er mun betur farið í mörgum öðrum félögum. Auðvitað fer mikill tími í að afla fjár til reksturs deildanna en samt sem áður má ekki gleyma því sem er mikilvægasta — að láta iðkendurna í Val liða eins og heima hjá sér þegar þeir koma að Hlíð- arenda. Valur er félag á uppleið en það þarf að standa vörð um marga hluti og skipuleggja ýmislegt betur en gert hefur verið hingað til.” Eins og flestum er kunnugt starfar Þorgrím- ur sem blaðamaður og hann ritstýrir íþrótta- „MÉR ÞYKIR GAMAN AÐ ELDAST“ blaðinu. Hann sendi frá sér sína aðra ung- lingabók um síðustu jól sem náði því að verða mest seldi bókin á árinu. En hvernig sér hann framtíðina fyrir sér. „Ég hlakka mikið til næstu ára og áratuga. Aldrei þessu vant þykir mér gaman að eldast því hugsunarhátturinn breytist greinilega við það. Eru þetta kannski ellimerki? Ég hef orðið mjög gaman af því að skrifa skáldsögur og úr því Valur varð ekki ís- landsmeistari varð maður að vera númer eitt á einhverjum öðrum vettvangi. Auðvitað er gaman að vera metsöluhöfundur og ég ætla að vona að mér takist að halda þeirri nafnbót eitthvað. Það að ná árangri sem rithöfundur og enda á toppnum með bók er eins og að verða einn og sér íslandsmeistari í fótbolta. Þetta er undarleg tilfinning en hreint ólýsan- í viðtali eftir sigur i 1. deild árið 1987. Njáll Kiðsson, núverandi þjálfari ÍR, er glaðbeittur á svip og ánægður með mcdaliuna sína. lega. Hvað framtíðina varðar er ég bjartsýnn fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ég hef alltaf lifað eftir því að hver sé sinnar gæfu smiður eða eins og sá enski myndi segja; „life is what you make it”. Ef maður ætlar sér eitt- hvað og vinnur markvisst að því nær maður markmiðum sínu. í framtíðinni mun ég skrifa bækur — von- andi margskonar bækur. Mig langar til þess að mennta mig á mörgum sviðum, dvelja er- lendis um tíma og fleira. Þannig að það er margt spennandi framundan. Valur á orðið svo stóran hlut í mér að ég verð án efa kominn á fullt í einhvers konar hlutverk fyrir félagið áður en langt um líður. Þegar Valshjartað er einu sinni byrjað að slá af fullum krafti er ekki svo erfitt að hemja það eða neita því.” 53

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.