Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 50

Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 50
Við grobbuðum okkur á því næstu vikurnar og töldum okkur hafa unnið mikinn sigur. Menn voru ekkert alltof sáttir við þessa sveita- menn sem voru að stela tíma frá Valsmönnum og eftir æfinguna var gefið í skyn að við þyrft- um ekki að mæta á fleiri æfingar nema að því tilskyldu að við skiptum um félag. Ég laug að Grími Sæm., að ég ætlaði að skipta um félag en var auðvitað skíthræddur við þessa frægu karla. Vinir mínir mættu ekki oftar á æfingar en ég hélt ótrauður áfram þótt ég ætti frekar að verameð2. flokki. Eftirnæstasumarskipti ég síðan yfir í Val þótt valinn maður væri i hverju rúmi. Ástæða þess að ég fór í Val var einfaldlega sú að ég hélt með Val. Ég byrjaði að halda með Val sem lítill gutti þegar ég frétti að ætti frænda í Val. Sá er Sigurður Þór Jóns- son, sem lék á þessum frægu Benfica árum. Ég gerði mér grein fyrir því að mjög erfitt yrði að komast í lið og sú varð raunin. Á fyrstu æfingunni um veturinn með Nemes, sem þjálfaði liðið, lenti ég á móti Herði Hilmars- syni, maður á móti manni, og það var ekkert grín. Maður þorði varla að snerta kappann og ef maður rakst utan í hann lá við að maður segði fyrirgefðu. Þetta viðhorf breyttist þó fljótt. Fyrsta sumarið hjá Val lék ég aðeins einn og hálfan leik í 1. deild, hálfan gegn Haukum og heilan leik gegn IBK á Laugar- dalssvellinum. Þetta voru stórar stundir.” „VAR ALLTAF 17. MAÐUR TIL AÐ BYRJA MEГ Þorgrímur segist hafa sætt sig fullkomlega við það að hafa ekki komst í lið því hann vissi að við ramman reip var að etja. Honum gekk þó strax betur sumarið 1980 og lék fyrstu 6 leikina í deildinni. Þá var hann valinn til þess að leika með landsliðinu gegn Noregi á Laug- ardalsvellinum en nokkrum dögum fyrir leik- inn meiddist hann í leik gegn ÍA. Það þótti tíð- indum sæta að leikmaður skyldi vera valinn í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa leikið aðeins 7 heila leika í 1. deild og vera utan af landi í þokkabót. „Það var grátlegt að meiðast fyrir landsleikinn því þetta voru fyrstu meiðsl- in sem ég hafði orðið fyrir á ferlinum. Ég hafði aldrei meiðst með Víkingi. En þetta var aðeins smjörþefurinn af því hvernig það er að vera í toppliði og toppslag á íslandi.” — Manstu hvað þú varst að gera þegar þú varst fyrst valinn í landsliðið? „Já, ég var að borða skyr um kvöldmatar- leytið hjá ömmu og afa á Kleppsveginum. Bergsveinn Alfonsson, sem þá var nýhættur að spila og kominn í stjórnina hringdi í mig og sagði mér fréttirnar. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum og fannst orð hans hljóma eins og gull. Ég fann til óstjórnlegrar gleði og man að skyrið var eins og sælgæti þegar ég var búinn að tala í símann. Um kvöldið fór ég í bíó með Ágúsi Má Jónssyni, vini mínum í KR og sagði honum tíðindin. Hann gladdist jafn mikið og ég. Guðni Kjartansson var þjálfari landsliðsins á þessum árum og hafði hann ein- hverja trú á mér. Ég skal ekkert segja til um það hvort ég átti skilið að vera valinn í lands- liðið eða ekki. íílf'* íi/J11 ;• \ k L.ii 1 « Viæ- 4 ,JMaður verður víst að herma algjörlega eftir Lása ef maður á að gæta hans vel.” Þorgrímur og Sigurlás Þorleifsson í leik Vals og ÍBV árið 1980. Valur sigraði 7:2 í leiknum. Magni er í bak- grunni. Hann valdi mig aftur næsta vor og ég lék ég minn fyrsta landsleik gegn Tékkóslavakíu í Bratislava. Við töpuðum 1:5 en þeir skoruðu fjögur síðustu mörkin á 20 mínútum. Maggi Bergs skoraði gott mark og breytti stöðunni í 1:2 og þá var allt sett á fullt í sóknina en við það opnuðust flóðgáttir. Á þessum árum var öðruvísi að vera valinn í landsliðið en það er í dag, að mínu mati. Þá var ekkert Ólympíu- landslið til, ekkert 21 árs landslið þannig að Pétur og Páll voru ekki að spila landsleiki hingað og þangað. Á þessum árum voru marg- ir íslenskir leikmenn atvinnumenn og ég man að á tímabili vorum við bara tveir frá íslandi í byrjunarliðinu. Það vill svo skemmtilega til að ég á 17 landsleiki að baki og hef aldrei þurft að sitja á bekknum hjá landsliðinu. Margir þurftu að dvelja þar langtímum áður en þeir komust að. Ég vera einstaklega heppinn.” — Hefur ferillinn hjá þér þá verið eilífur dans á rósum? „Síður en svo. Ég hef fengið minn skerf af mótlæti og þurft að þola ýmislegt. Kannski kom það mér til góða seinna að hafa ekki gert nein uppsteit. Sumarið 1979 samanstóð meist- araflokkurinn af 17 leikmönnum og vorum við jafnan allir boðaðir í leikina. Það var nán- ast alltaf mitt hlutskipti að vera sá 17 og þurfti ég því að grípa töskuna mína og tölta út úr búningsklefanum og upp í stúku. Árið 1980 meiddist ég eins og áður sagði og lék aðeins 1 leik í seinni umferðinni. Árið 1981 var ég settur út úr Valsliðinu eftir að hafa leikið minn fyrsta landsleik og eftir að hafa skorað gott mark í stórsigri á ÍA strax í næsta deildarleik. Það var frekar niðurlægjandi að setjast á varamanna- bekkinn á Valbjarnarvelli eftir að hafa leikið vel með landsliðinu og skoraði mark í vikunni áður. Það mátti greina hissu á andliti margra. Á þessum tíma var formaður knattspyrnu- deildar með puttana í málum þjálfarans og reyndi að leysa vandamál sem kom upp með þessum hætti. Sveitamaðurinn var því settur út í horn. Sem betur fer heyra svona afskipti fortíðinni til. Sumarið 1986 kom ég seint inn í liðið vegna uppskurðar um vorið og lék að- eins 11 leiki með liðinu. Sumarið 1988 meidd- ist ég í baki í næst síðasta leik fyrir úrslitaleik- inn í Bikarnum. Valur sigraði í næsta leik og sagði Hörður Helgason þjálfari að hann gæti ekki breytt sigurliði. Ég var að leika mitt besta keppnistímabil til þessa, var fyrirliði en því miður sagði kennslubókin að ekki mætti breyta sigurliði. Ég sat því á bekknum í leik 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.