Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 5
MINNINGARKAPELLA UM SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Nikulás Úlfar Másson, arkitekt. I þeim línum sem hér fara á eftir, mun reynt að skýra frá nokkrum af þeim forsendum sem hafðar voru til hliðsjónar við hönnun minningarkapellu um séra Friðrik Friðriks- son á félagssvæði Vals að Hlíðarenda. Súlurnar fyrir framan og á hliðum kapell- unnar marka göngustíga (pergola) og tákna þeir lífshlaup séra Friðriks, sem einkenndist af ást á náttúrunni og útiveru. A mótum stíg- anna tveggja (kross), í miðju hússins, hefjast krosslaga súlurnar til himins og mynda um leið lítinn klukkuturn, sem skilur eftir sig op (glugga) í þakinu, þannig að klukkurnar verða sýnilegar innan úr kapellunni, og þar ofanvið himininn, sem verður hvelfing kapell- unnar. Annar kross myndast á ská yfir gólfið, á milli fjögurra veggja, sem bera merki eða tákn þeirra fjögurra félagsheita sem séra Friðrik stofnaði. Þessum krossi er haldið uppi af „sterkari” krossi, þ.e. lífshlaupi séra Friðriks. Grænn ferningur í gólfinu undir turninum er tákn um náttúruna, sem kemur í ljós, er turninn (hið byggða) brýst til himins. Uppbygging kapellunnar — bæði grunn- mynd og útlit — er í klassískum stíl, en einnig má greina hinn íslenska burstabæ í útlitinu. Þannig blandast erlend og íslensk áhrif, og sjást þau skýrast á steyptum hornum, sem minna á hlaðnar klassískar kirkjubyggingar, og eru þau einskonar hornsteinar kapellunn- ar eins og hin alþjóðlega kirkja er hornsteinn kristinnar kirkju á íslandi. Samsetning timburflatanna á hornum, ýk- ir léttleika timbursins á móti þungum súlum og „hlöðnum” veggjum, og framkalla þær andstæður sem finna má í náttúrunni, og mönnunum einnig. I litavali er leitast við að gera kapelluna sem hlýlegasta og náttúrulegasta úr garði. Höf- undi finnst einmitt mikið á skorta hvað varð- ar lita- og efnisval í nútíma byggingarlist í Reykjavík, þar sem þessir þættir gætu mýkt umhverfi okkar sem einkennist um of af mal- biki og gert umhverfið hlýlegra þegar snjór- inn liggur yfir. Ljósmyndarar segjast oft reyna að ná mynd af hinum innra manni, eða lýsa mann- eskju í einni mynd. Eins má segja hér — að reynt hefur verið að hafa séra Friðrik í huga, þ.e. kapellan er stíf i forminu, en ekki er hikað við að hnika ýmsu til, en þó án málamiðlana — þannig að uppúr standa andstæðurnar: mýkt — festa, frumleiki — fastheldni, alvara — grín. Heildarflatarmál kapellunnar er 125 fer- metrar. Nikulás Olfar Másson, arkilekt. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.