Valsblaðið - 01.05.1990, Side 7

Valsblaðið - 01.05.1990, Side 7
„ÉG ER AÐ PAKKA SAMAN" EINAR ÞORVARÐARSON MARKVÖRÐUR í VIÐTALI VIÐ VALSBLAÐIÐ Texti: Þorgrímur Þráinsson Hann segist vera á ákveðnum tímamótum. Orðinn 33 ára gamall, hættur í landsliðinu en er tekinn við stjórninni þar ásamt Þorbergi Aðalsteinssyni. Hann hefur staðið á milli stanganna fyrir íslands hönd um langt árabil og ávallt verið fremstur í flokki. Hann hefur upplifað sorg og gleði með landsliðinu eins og félagar hans og segist ekki hafa viljað missa af einni einustu sekúndu. „Ég er að pakka saman,” segir Einar. „Kannski örlitið fyrr en ég reiknaði með. Verkefni mín hjá landsliðun- um eru það spennandi að ég held ég verði að draga saman seglin. Hjá því verður ekki kom- ist!’ Hann segist vera sáttur við að vera á þess- unt tímamótum. „Auðvitað hefði ég viljað að betur hefði gengið í síðustu heimsmeistara- keppni en hlutirnir ganga því miður ekki allt- af upp. Svo má segja að síðastliðið ár hafi verið frekar erfitt fyrir mig. Ég meiddist í B-keppninni í Frakklandi og var lengi að ná mér. Þremur vikum fyrir heimsmeistara- keppnina fékk ég nýrnasteina og var tvær vik- ur frá. Ég hafði samt sem áður ekki val um það hvort ég gæti verið með eða ekki. Þegar ég kom úr aðgerð frá Osló var ég ekki spurður hvernig heilsan væri heldur var ég hreinlega drifinn með. Það hefði verið gaman að vera við hestaheilsu í Tékkó.” Einar Þorvarðarson er íþróttamaður sem hefur sett mark sitt á handboltann í heilan áratug. Hann hefur unnið til flestra titla sem íþróttamaður getur hugsað sér á íslandi, leik- ið sem atvinnumaður á Spáni en er núna kominn hinum megin við borðið — að mestu leyti. „Hlutverk aðstoðarlandsliðsþjálfara er mjög skemmtilegt og spennandi. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til þess að miðla af reynslu sinni og leiðbeina öðrum. í raun fannst mér orðið tímabært að ráðinn yrði að- Einar í leik með landsliðinu. stoðarlandsliðsþjálfari því einn maður á erf- itt með að valda hlutverkinu. Flestir höfðu þá trú að erfitt yrði að manna landsliðið en fram til dagsins í dag hefur það gengið vel. Auðvit- að eigum við enn mjög langt í land. Við höf- um ekki enn gengið í gegnum neina leiki þar sem reynir mikið á taugarnar en ég er bjart- sýnn fyrir hönd liðsins. Fæstir reikna með að landsliðið geri einhverja stóra hluti á skömm- um tíma en við höfum allt að vinna” — Er metnaður þinn að breytast frá því að spila sjálfur yfir í þjálfun? „Já, það verður að segjast eins og er. Þjálf- unin hefur bitnað á mér sem leikmanni. Það 7

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.