Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 12
2
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Á þessu ári teljast liðin vera:
frá Krists fæðingu........................ 1913 ár
frá sköpun veraldar....................... 5980 ár
frá upphafi Islandsbygðar................. 1039 ár
frá siðabót Lúters... .................... 396 ár
Árið 1913 er sunnudagsbókstafur E.
Gvllinital: 14.
Milli jóla og' langaföstu eru 5 vikur og; 4 dagar.
Myrkvar.
Árið 1913 verða þrír myrkvar á sólu og tveir á tungli:
Tunglmyrkvi 22. marz. Almyrkvi. Að litlu leyti hér sýnilegur.
Sólmyrkvi 6. apríl. Ekki sýnilegur hér, en aftur í British Col-
umbia, Alaska og norðvestur hlutum Ámeríku er hann sýnilegur.
Sólmyrkvi 31. ágúst. Sýnilegur í Nýfundnalandi á Grænlandi
og í Nova Scotia.
Tunglmyrkvi 15. sept. Er hér sýnilegur.
Sólmyrkvi 30. sept. Er hér ekki sýnilegur.
Árstíðirnar
I Vestur-Canada er talið að
Vorið byrji................... 21. marz
Sumarið........................21. Júní
Haustið........................23. september
Veturinn.......................22. desember
Tunglið.
Fylgistjarna jarðarinnar er tunglið. Þvermál þess er 2,163
mílur og fjarlægð þess frá jörð vorri 288,000 enskar mílur. Braut
sína umhverfis jörðina gengur það á því tímabili,sem alment erkall-
að tunglmánuður; er það tímabil alment talið 28 dagar, en er í raun
réttri 27 dagar og 8 klukkustundir, eða rétt um það bil.
Um tímatalið.
Forn-Egyptar skiftu degi og nóttu í 12 kl.-stundir hvorn, — og
hafa Gyðingar og Grikkir eí til vill lært þá venju af Babýlóníu-mönn-
um. Það er sagt, að deginum hafi fyrst verið skift í klukkustuudir
árið 293 f. Kr., þegar sólskífa fyrst var smíðuð og sett upp í Quirin-
us-musterinu í Róm. Þangað til vatnsklukkurnar voru uppfundnar
(árið 158 f. Kr.), voru kallarar (eða vaktarar) viðhafðir í Róm til að
segja borgarbúum hvað tímanum liði. Á Englandi voru vaxkerta-
ljós höfð fyrst frameftir, til að segja mönnum, hvað tímanum liði.
Var áætlað, að á hverri klukkustund eyddust 4 þumlungar af kert-
inu. hin fyrsta stundaklukka (tímamælir—sigurverk) í Iíkingu við
þær sem nú tíðkast, var ekki fundin upp fyr en árið 1250. Forn-
menn á Norðurlöndum töldu flestir að dagur byrjaði með upprás
sólar. Aþenumenn og Gyðingar töldu hann byrja á sólseti i, og
Rómverjar, eins og vér, á miðnætti.