Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 56
24
ÓLAKUR s. thorgeirsson:
ara“. Nokkurir voru rauöskeggjaöir meö ljósar augna-
brýr, svo þegar Vilhjálmur var meö þeim, álitu þeir að
hann væri sjálfur Eskimói. Hann varö var viö eina tólf,
sem voru bláeygir. En að tölu álítur hann ættflokkþenna
nálægt 1000 manns. Mál af hauskúpu þeirra sýndi alt
annað höfuðlag, en kunnugt er, aö nokkurir Eskimóar
aðrir hafi. Álítur hann því,aö kynflokkur þessi sé blend-
ingur Eskimóa og Norðurálfumanna. Líklegast þykir
honum, að norræna nýlendan hafi aldrei verið upprætt
með öllu, en aö mestur þorri hennar hafi komist af, og aö
afkomendur þessarra norrænu landnema hafi blandast
Eskimóum. Hafi kynflokkur þessi varöveitt nokkur aett-
armerki, er beri vott um þessa blöndun Eskimóa-blóðsins
við blóð Víkinganna. í bók sem prentuö var í Rotter-
dam á Hollandi áriö 1658 eftir De Poincy: Histoire Nat-
urelle & Morale des Iles Antilles de l’Amérique, er sagt
frá Eskimóa-flokki einkennilegum, sem vakti eftirtekt
hollenzks skipstjóra. Viröist frásögnin benda til þess,
að hann hafi séð sama fólkið, en blöndunin hafi þá ekki
verið orðin nærri þvi eins fullger og nú.
í tímaritinu Harpers Weekly (26. okt.) bendir Vil-
hjálmur á, aö Franklin, heimskautafarinn frægi.muni hafa
oröið var við sama ættflokkinn. 16. júlí 1824 hafi hann séð
Eskimóaflokk í grend við Koparnámafljót. Hlupu þeir allir
brott nema einn maður, sem svo var ellihrumur, aö hann
komst eigi. Síðan sáu einhverir af förunautum Franklins
aöra Eskimóa á hinum bakkanum.og tveir þeirra komu á
bátum sínum nógu nærri til þess túlkur Franklins-farar-
innar gæti talað við þá. Um útlit þessarra tveggja segir
Franklin samt ekkert, en um öldunginn, sem hann gat
virt fyrir sér nákvæmlega, fer hann þessum orðum:
,, Andlitiö vor togið og nefið býsna hátt, og var ekki
ólíkt andliti Norðurálfumanna, nema hvaö augun voru