Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 64
32
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
hjóna og- býr þar ein meS fósturdóttur sinni, en landinu hefir
hún skift upp meöal barna sinna.
ÁriS 1889 kom frá Pemhina-héraöi maSur sá er JÓN hét
og var MAGNÚSSON, bónda frá Hróá í Steingrímsfirði á
íslandi. Kona Magnúsar, en móöir Jóns, var Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Snartártungu í Bitru. Jón Magnússon var Iengi
póstur milli Reykjavíkur og ísafjaröar; tók hann þar af auk-
nefni, og kallaði sig póst. Hann var á fyrri árum hreysti-
maöur rnikill og harðgjör og sást oft lítt fyrir. Hann var
drengur gó'öur, þar sem vel skyldi vera. Á Islandi komst Jón
oft í mannraunir miklar, en varð aldrei ráöafátt, og eru til
margar sagnir um harðfengi hans og karlmennsku. Jón
Magnússon flutti vestur um haf áriö 1887 frá Heynesi á
Akranesi. Honum fylgdi aö lagi kona sú er Rósa hét Sigurð-
ardóttir úr Svarfaöardal; námu þau 2 lönd 3 mílur norður af
Helga Guömundssyni. Þar reistu þau bú er blómgaðist brátt,
því fyrirhyggja og atorka var ærin. Jón andaöist 1901.
Synir Jóns búa tveir innan bygöarinnar, Stefán og Guöbjart-
ur; móðir þeirra bræðra er Þórunn Þórðardóttir frá Heydals-
seli í Hrútafirði. ('Frá þeim sagt hér síðar.J
JÓHANN SVEINSSON, Sæbjarnarsonar frá Bæjar
stæði í Seyðisfirði. Móðir hans var Helga Siguröardóttir;
sú ætt er siðar talin. Kona Jóhanns Sveinssonar var Berg-
ljót Erlendsdóttir. Jóhann kom frá Gnýstað í Seyðisfirði
árið 1903. Hann er nú dáinn, er þet‘a er ritað.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, ættaður frá Ferju-
bakka í Mýrasýslu, bróðir Helga Guðmundssonar, sem fyrst
er getið í ritsmíð þessari. Guðmundur kom frá Borgarnesi í
Mýrasýslu árið 1904 og nam land hið sama ár.
VlGLUNDUR SVERISSON nam land á þessum miss-
irum. Foreldrar hans eru Valmundur Sverrisson og Ingi-
björg Halldórsdóttir, og er iþeirra síðar getið. Víglundur er
dugnaðarmaður mikill, sem hann á kyn til.