Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 76
44
ÓLAFUR s thorgeirsson:
SIGURDUR SVBINSSON, Sæbjarnarsonar frá Bæjar-
stæSi í Seyöisfiröi. Sú ætt er áöur talin. Hann kom til
Ameriku 1889 frá Húsavík eystra; bjó hann nokkur ár vestur
í Rauöárdal; árið 1894 flutti liann búferlum til Mouse River
og nam þar land; bjó Sigurður á því þar til 1901; brá hann
þá búi, seldi land sitt og flutti til Canada, bjó þar í nokkur
ár, flutti þaöan aftur til Mouse River-bygðarinnar, reisti þar
bú í annaö sinn og býr þar enn. Sigurður Sveinsson er góð-
ur heim að sækja, gamansamur og fyndinn, ekki sízt við skál;
liggur þá oft vel á gamla manninum. Kona Sigurðar er
Margrét Ásmundsdóttir frá Parti í Húsavík í Norður-Múla-
sýslu, Guðmundssonar frá Hánefsstöðum í Seyöisfirði.
Móöir Margrétar er Kristín Sæbjarnardóttir frá Mýnesi í
Eiðaþinghá, Þorsteinssonar; Kristin er á lífi og er oröin há-
öldruð og dvelur hér hjá börnum sínum í Mouse River-bygð,
merk og göfug kona. Margrét Ásmundsdóttir er myndar-
kona og vel að sér, hagari en flestar aðrar konur hygðarinnar.
JÓN SIGURÐSSON, Þorsteinssonar frá Urriðavatni í
Fellum. Móðir Jóns var Katrín Jónsdóttir frá Urriöavatni,
Árnasonar, Torfasonar á Löndum í Stöövarfirði. Torfi faðir
Árna bjó á Sandfelli í Skriödal; var hann kallaður Torfi
hinn ríki. Faðir hans var Páll prestur í Vallanesi. Jón
Sigurösson bjó fyrst á Bakka í Borgarfirði eystra, síðar á
Jökulsá, og flutti þaðan til Ameríku 1889; nam hann þá land
í Rauðárdal, flutti til Mouse River 1894, kvæntist þar Sigur-
laugu Sveinsdóttur frá Bæjarstæði í Seyðisfirði. Hún hafði
numið land; á því reisti Jón bú og farnast vel.
Árið 1896 kom álitlegur hópur manna úr Rauðárdal til
Mouse River bygðarinnar; fékk nýlendan við það allmikla
búningsbót; uröu þá töluverðar breytingar til hins betra á
félagslífi á ýmsan hátt. í hópi þeirra var: