Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 78
46 ÓLAFUR s. thorgeirsson:
VALMUNDUR SVERRISSON, ættaöur frá Ormskoti
viö Eyjafjöll í Rangárvallasýslu; voru foreldrar hans Benóni
Hinriksson, franskur að ætt, og Sigríöur Jóusdóttir, Sverris-
sonar frá Hólmi í
Landbroti; móðir Sig-
ríðar var Þorbjörg
Gissurardóttir. For-
eldrar Jóns á Hólmi
voru Sverrir Eiriksson
stórbóndi á Kirkjubæj-
arklaustri á Síðu og
Sigríður Salómonsdótt-
ir Þorsteinssonar frá
Arnardrangi; ætt sú er
öll í Skaftárþingi, kom-
in fram í kyn af Sig-
valda langalíf. — Val-
mundur Sverrisson er
kvæntur Ingibjörgu
Halldórsdóttur Guð-
mundssonar, ættuð úr
Eyjafirði. Þau hjón
fluttu úr Bárðardal á
íslandi árið 1891, ásamt
tveimur ungum börn-
um. Ekki voru efni
þeirra meiri en svo, að
hrökk fyrir hálfu fargjaldi þeirra vestur. Valmundur sett-
ist að í Garðarbygð, N.-Dak., og var þar í fimm ár og stund-
aði daglaunavinnu alla, sem liann komst yfir, sem mest var
við að hreinsa skógarlönd. Vinna sú var svo illa launuð að
ekki var við unandi. Valmundur tók sig því upp með alt
skyldulið sitt og flutti til Mouse River-bygðarinnar árið 1896.
Valdi hann sér bólfestu þrjár mílur fyrir norðan pósthúsið
Ely; efndi hann þar brátt til húsagjörðar og reisti íveruhús
úr torfi með mænirás og refti á veggi með torfþaki. Kofi
þessi var 12 feta breiður og 12 feta langur. í þessum húsa-
kynnum bjuggu þau hjón um allmörg ár með öllum sínum
barna hópi, níu að tölu. — Valmundur Sverrisson er meðal-