Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 79
ALMANAK 1913.
47
inaSur á hæö og þreklega vaxinn; var á yngri árum karl-
nienni aS burSum. Eins og áSur er á vikiS, er hann frakk-
neskur í föSurætt, og því mjög sennilegt eftir vexti og útliti
aS dæma, aS hann sé af ætt Bónapartanna — auSvitaS er sú
tilgáta á litlum rökum bygS. Hann er gleSimaSur mikill og
híbýlaprúSur, vel skapi farinn og höfSingi í lund; þykir hon-
um vænt um aS veita vinum sínum, og líf og fjör er í hverju
samkvæmi þar sem Valmundur er. Hann er manna hóglát-
astur og lætur lítt á sér finna hvort meS eSur móti gengur.
Sveitungar hans hafa eftir honurn hin alkunnu hnytti-yrSi:
“takiS þiS þaS kalt”. — Ef til vill hefir enginn landnemi í
þessu byggSarlagi háS jafn.harSa hólmgöngu fyrir lífinu og
gengiS af hólmi meS jafn glæsilegum sigri sem Valmundur
Sverrisson, aS hafa af engum efnum i byrjun komiS á fót
stærri barnahóp en nokkur annar i bygSinni; en hann barSist
ekki einn; konan hans bar merkiS meS dæmafáum dugnaSi,
og merkiS féll ekki þó hörS væri sóknin, og nú ganga undir
þessu merki io börn, óvanalega hraust og efnileg. — Þessi
hjón eru ljóst dæmi þess hvaS þrek, vilji og atorka getur á-
unniS aS rySja braut til sjálfstæSis og frama, gegn torfærum
fátæktarinnar; því ein hafa þau róiS, en vel hafa þau róiS
og jafnt á bæSi borS. Torfkofinn er nú hruninn fyrir löngu
og í hans staS komiS snoturt timburhús, blómlegt bú og þrjú
lönd til ábúSar, og heimiliS er hiS fegursta,
SIGURÐUR JÓNSSON, SigurSssonar frá SySstu-mörlr
í Rangárvallasýslu, Sæmundssonar, Ögmundssonar i Ey-
vindarkoti, Högnasonar áKrossi, Sigurössonar á BreiSaból-
staö í Fljótshlíö. MóSir Siguröar Jónssonar var Ingibjörg
SigurSardóttir ísleifssonar á Barkastööum í FljótshlíS,
Gissurarsonar á Seljalandi, ísleifssonar frá Höföabrekku;
kona SigurSar ísleifssonar á BarkarstöSum var Ingibjörg
Sæmundsdóthr frá Eyvindarholti. SigurSur Jónsson er
kvæntur Margrétu Gísladóttur, SigurSssonar frá Saururn í
Helgafellssveit, Gíslasonar á Saurunt Tómassonar. MóSir
Margrétar Gísladóttur er Helga Loftsdóttir; ntóSir Helgu
var Margrét Jónsdóttir hins gamla á HöskuldsstöSum í Dala-
sýslu. SigurSur Jónsson flutti veslur urn haf áriS 1901 frá
StaS á Ölduhrygg. Kont til Mouse River-bygSar þaS sama
ár og nam þar land.