Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 80
48
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
STEFAN EINARSSON, ættaður úr Húnaþingi. Voru
foreldrar hans Stefán Einarsson bóndi aS Eyöstööum og
Margrét Jónsdóttir frá Smyrlabergi í Ásum. Faöir Stefáns
á Eyöstööum var Ein-
ar Skaftason á Helga-
vatni, bróöir Jósefs
læknis Skaftasonar á
Hnausum. Stefán Ein-
arsson er fæddur 21.
Júní 1870 á Eyðstööum.
Dveldi hann meö for-
eldrum sínum þar til
hann var sex vetra
gamall. Fór hann þá
aö Hjallalandi í Vatns-
dal og ólst þar upp með
Jósef Einarssyni föður-
bróöur sínum, þar til
hann var 18 vetra
Fýsti hann þá að fara
aö dæmi forfeðra sinna
og kanna erlendra
manna siðu. Og fór
því alfarinn af landi
burt áriö 1888, og nam
hann staðar viö Garðar
í N.-Dak., dvaldi þar
hin næstu árin og stundaði daglaunavinnu. Á því tíma-
bili kvæntist Stefán Elísabetu Geirhjartardóttur, Kristjáns-
sonar af Flateyjardal á íslandi. Móöir Elísabetar er Guð-
finna Jónsdóttir; ætt sú er öll í Þingeyjarsýsiu. Stefán kom
til Mouse River-bygöarinnar vorið 1896 og nam land þaö
sama ár. Stefán Einarsson er mikill maður vexti og stór-
skorinn, sem hinir aðrir frændur hans, skjótur til allrar karl-
mennsku, ör í skapi, hreinlyridur og óvæginn, h'rðir lítt við
hvern er að etja í þann svipinn. Kippir honum þar i kyn til
forfeðra vorra, að láta ekki hlut sinn, þótt við ofurefli sé að
eiga. Stefán er mildur á fé, veglyndur og ósérplæginn.