Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 84
52
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
bjuggu á. Eftir fráfall fööur síns reisti liann bú á landi sínu
og öðru, sem hann haföi aö heimildum tekiö hjá Birni föö-
urbróður s'mum. Haföi hann móöur sína um all-langt skeið
fyrir innan stokk. Sveinbjörn haföi brátt risnu mikla á búi
og mátti svo að oröi kveða, aö þar lægi skáli um þjóðbraut
þvera, og einn af þeim fáu, sem gjört hafa aö dæmi Þorgilsar
bónda Arasonar á Reykhólum, aö láta öllum vist heimila, sem
hafa þurftu. Hann haföi oft á vetrum margt manna um sig,
þeirra, sem engar staöfestur áttu; var þá oft glatt á hjalla;
minnti slikt á hina fornu rausn forfeöra vorra. Sveinbjörn
Þóröarson er skýr maöur og vel aö sér, prúðmannlegur og
manna kurteisastur. Hann er mildur á fé, og stendur ætiö
í fylking til stuðnings öllum góðum félagsskap bygðar!nnar.
Hann er vel fjáreigandi og er í tölu hinna gildari bænda
sveitar sinnar. Voriö 1908 kvæntist Sveinbjörn og gekk þá
að eiga ungfrú Guöbjörgu Jónsdóttur Davíðssonar, bónda hér
í bygöinni. Móöir hennar er Björg Stefánsdóttir, ættuö af
Snæfellsnesi. Guöbjörg þótti ein af álitlegustu ungra mevja
bygöarinnar. Hún er greind og vel ment í hvívetna.
JÓN JÓNSSON SVINDAL, kom á þessum missirum til
nýlendunnar og nam land. Faðir Jóns Svíndal var Jón Sig-
urðsson á Hrafnabjörgum í Svínadal í Húnavatnssýslu.
Hann kom frá íslandi 1887. Heimilisréttarland sitt seldi Jón
og keypti annaö, land þaö er Sumarliöi Kristjánsson haföi
fyrrum átt. Jón býr ókvæntur. En sá sem kemur á heimili
hans sér ekki annað, en þar eigi húsum að ráöa hin þrifnasta
húsfreyja, á umgengni allri og hirðusemi, svo i þeim efnum á
Jón fáa sina líka.
JÓN HAFSTEINN, ættaður úr Svínadal i Húnaþingi,
systursonur Jóns Svíndal Jsjá hér aö framanj. Elann býr búi
sínu ókvæntur, sem frændi hans.
GUÐSTEINN hORSTEINSSON, ættaður úr Árnes-
sýslu. Kona hans er Margrét Tómasdóttir úr Laxárdal í
Dalasýslu.
SVEINBJÖRN SIGURDSSON frá Ósi i Eyjafirði.
Voru foreldrar hans Sigurður á Silfrarstööum Sigurössonar