Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 85
ALMANAK 1913.
53
prests frá Auökúlu, og Valgeröur Björnsdóttir frá Hofi í
Svarfaöardal. Kona Sveinbjarnar var Sigríöur Sveinsdóttir
Björnssonar á Hofi. Sveinbjörn kom frá íslandi 1883 frá
Ósi i Eyjafirði, þar sem þau hjón höföu búið með rausn og
sóma um all-langt skeið. Þegar vestur kom, settust þau að
i Garðar-bygð í N.-Dak, fluttu þaðan árið 1898 til Mouse
River-bygðar ásamt Sveini syni sínum, sem nam land það er
þau hjón reistu bú á. Árið 1910 héldu Mouse River-búar
þeim hjónum heiðurssamsæti í minningu um 50 ára sambúð
þeirra i hiónabandi. Sveinbjörn andaðist hið sama ár,
skömrnu eftir gullbrúðkaup sitt.
RÖGNVALDUR HILLMANN kom úr Pembina County
vorið 1898; er faðir hans Pétur Jónsson Hillmann, bóndi við
Akra í N.-Dak; faðir Péturs Hillmanns var Jón á Hóli á
Skaga, Rögnvaldssonar á Kleifum á Skaga í Skagafjarðar-
sýslu. Móðir Rögnvaldar Hillmanns er Ólöf Kjartansdóttir
úr áörnu sýslu. Rögnvaldur er kvæntur Guðrúnu Jóhannes-
dóttur, Magnússonar frá Hóli í Tungusveit í Skagafirði.
Móðir Guðrúnar er Steinunn Jónsdóttir frá Skardalskoti í
Siglufirði. Hin gömlu hjón, tengdaforeldrar Rögnvaldar, eru
enn á lífi, með dóttur sinni, Guðrúnu. Þau hafa nú verið 55
ar í hjónabandi og var þeim ásamt Sveinbirni Sigurðssyni
haldið heiðurssamsæti af sveitungum þeirra. Rögnvaldur
Hillmann tók land í hinum nyrðri hluta byggðarinnar; land
það var svo lágt, að ekki varð heyjað ár eftir ár, og því ó-
hyggilegt til ábúðar. Réðst hann því til að kaupa einn af
hinum fögru bústöðum, er hjarðmennirnir áttu yfir að ráða
og áður er um getið. Það er um þrjú lönd og verð á þeim
var um 11,000 dollara. Má það kallast stórt í ráðist af manni,
sem allslaus var fyrir tíu árum. Rögnvaldur er einn af allra
duglegustu bændum bygðarinnar, bæði sem bóndi og félags-
maður.
JÓN HILLMANN, bróðir Rögnvaldar, kom frá Akra í
N.-Dak. vorið 1899. Nam land hið sama ár í vesturhluta
bygðarinnar. Kona hans er Steinunn Frímannsdóttir Hann-
esonar, bónda hér í bygðinni.
o