Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 87
ALMANAK 1913.
55
Dalasýslu. Móöir SigurSar er Helga Ólafsdóttir frá Bjarnar-
stöSum á HvBársíðu. Siguröur kom frá Akra í N.-Dak. og
nam land í bygöinni árið 1899. Hann hefir fyrir tveim árum
keypti annaö land og býr þar nú. Sigurður er snyrtimaöur
í búnaöi og hagsýnn.
hÓRÐUR JÓNSSON Breiðfjörö er ættaður úr Dalasýslu;
faðir hans var Jón Jónsson á Laugum í Sælingsdal. Jónssonar
frá Hvanndal , síðar að Saurbæ vestra. Móðir Þórðar var
Þuríður Grímsdóttir frá Kjarlaksstöðum, Guðmundssonar
frá Þúfu á Skarðslrönd. Þórður Breiðfjörð kom vestur um
haf árið 1899 frá Narfeyri á Skógarströnd. Nam land hið
sama ár í Mouse River-bygð. Kom hann, sem margir fleiri
af Islandi, eignalaus, þótt um allmörg ár hefði í vistum unnið.
Fáir, sem til þessarar bygðar hafa komið, hafa betur notað
frelsið og fært sér það í nyt en Þórður Breiðfjörð. Þótt
hefðu það öfgar miklar ef sagt hefði verið um aldamótin á
Islandi, er Þórður fór að heiman, að eftir 12 árin hér vestra
yrði hann einn af gildustu bændum sinnar sveitar og að eigur
hans mundu nema 12—14 þús. dollara. Sá einn hlutur þykir
á ráði Þórðar, að hann er ókvænlur til þessa; hefir hann
hugsað meira um fé en fljóð. En vel væri fyrir þeirri meyju
séð, sem honum væri gefin.
GÍSLI EYJÓLFSSON, Benidiktssonar, ættaður úr Seyð-
isfirði á íslandi. Móðir Gísla er Sólrún Ketilsdóttir. For-
eldrar Gísla búa í Eyford-bygð í Pembina County. Kona
Gísla Eyjólfssonar er Guðrún Jónsdóttir, Jónssonar frá Háa-
felli í Þverárhlíð í Mýrasýslu. Gísli kom til nýlendunnar
árið 1900. HeimilisréHarlandi sínu náði Gísli með dómi af
auðmanni einum, sem ólöglegar heimildir hafði á landinu.
Þótti það vel fara, því vinsæll og drengur hinn bezti er Gísli.
JÓN FILIPP, hinn yngri; eru foreldrar hans Jón Filipp-
usson, bóndi í bygðinni, og kona hans Ólöf Ásgrímsdóttir.
Þau hjón bjuggu, eins og áður er á vikið, á Enni á Höfða-
strönd. Jón yngri ólst upp með foreldrum sínum þar til hann
varð lögaldra; kvæntist hann þá og nam land nokkru áður.
Kona hans er Guðný JónsdóHir, Sigurðssonar Víum, bónda
vi« Garðar, N.-Dak. Jón Filipp er lítill maður vexti, en