Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 88
56
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
fjörmaöur mikill og fylginn sér. Hefir Jón Filipp meiri
kjark, en flestir aSrir sveitungar hans, þótt meiri sýnist á
velli. Hann hefir færst meira í fang en nokkur annar bóndi
bygöarinnar. Stundar hann akuryrkju í stærri slíl en allir
aörir samlandar hans, en á völtum fæti mun fjárhagur hans
vera. Margir munu óska aö sjá Jón Filipp eiga betri tíma og
honum auðnist aö hefja sig til sjálfstæðis.
Auk þeirra landnema, sem taldir hafa veriö hér aö fram-
an, hafa allmörg lönd veriö numin af mönnum,.sem lítiö og
ekkert hafa'komiö viö sögu bygðarinnar; sum löndin tekin af
stúlkum, sem síöar hafa gifts1, og enn aörir, sem lönd hafa
tekið fyrir aöra, látið þau svo af höndum er eignarheimild
hefir fengin veriö, og skal þeirra nú getiö: Jakob Halldórs-
son, úr Húnaþingi. Gróa Daðadóttir, frá Karlsá i SVanda-
sýslu. Pálína Árnadóttir Jónssonar, síðar kona Jakobs Vest-
fjörð. Guðný Jónsdóttir, Filipp. Kristín Jónsdóttir, Vest-
fjörð. Kristín Jóhannsdóttir, Jónssonar. Sigríður Jónsdótt-
ir, kona Ásgríms Sigurðssonar. Sigríður Valmundardóttir.
Elízabet Frímann. Guðrún Laxdal. Daniel Helgason. Sig-
björn Byron.
FRUMB ÝLINGSARIN.
Hin fyrstu árin voru býsna ervið í sögu nýbyggjanna.
Allir komu nálega efnalausir, nieð tvær hendur tómar. Ekk-
ert við að stvðjast nema sjálfa sig, og óbiluga trú á landinu
og því örugga von sigurs á erviðleikunum. Þar sem trú og
von situr í öndvegi, þar er sigurinn vís. Enda eru nú al-
mennt sigúrlaunin fengin. Að ætla sér að fara að tilgreina
alt það stríð og alla þá erviðleika, sem frumbyggjar nýlend-
unnar mættu um allmörg ár, yrði of langt mál. Enda yrði sú
saga að mörgu leyti endurtekin. í flestum hinum eldri ný-
lendum hafa erviðleikarnir verið líkir, og skilyrðin lík að ráða
frarn úr þeim.
Hið fyrsta, sem nýbyggjarnir gjörðu, var að byggja skýli
yfir sig og sína. Hús þau voru flest af vanefnum gjör; all-
flest voru bygð úr torfi, með árefti og torfþökum, aðrir bygðu
leir-hús, sem voru þannig gjörð, að stoðir voru settar niður
og negldar á þær utan og innan renglur úr viði, á milli var
fylt upp með heyi, sem blandað var með leir; þarnæst var