Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 93
ALMANAK 1913.
61
ari, Jakob Vestfjörö og Halldór Egilsson meöráöamenn; :—
til djákna: Jón Filipp og Einar Vestfjörö.
Brátt eftir myndun safnaöarins komst á sunnudagsskóli.
Hinir fyrstu kennarar voru: Stefán Einarsson, Jón Kristjáns-
son og Einar Breiöfjörö; ræktu þeir allir starfa sinn meö
hinni mestu alúð. Á stofnfundinum var samþykt að halda
uppi sunnudagslestrum, og hefir þeirri ákvöröun jafnan verið
fylgt síöan, aö lesiö hefir veriö í samkomuhúsi bygöarinnar.
í fimm ár samfleytt kom séra Jónas A. Sigurðsson til Mel-
anktons safnaðar og fratnkvæmdi öll brýnustu prestsverk
safnaðarins. Söfnuöurinn hefir í einum anda loflega minn-
ingu hans sem prests. Síðan hafa prestar komið á ári hverju
til safnaðarins, flutt messur og gjört önnur prestsverk, hin
síöustu árin fjórar íeröir á ári. Þeir sem mest og bezt hafa
stutt söfnuðinn og unnið að því aö halda honum saman, eru:
Stefán S. Einarsson og Jób Sigurösson; hafa þeir lengst af
átt sæti í safnaðarnefnd; þeir hafa hvor í sinu lagi starfað
með áhuga að safnaðarmálum; enn fremur Jón Kristjánsson,
meðan hann var innan safnaðarins, atkvæðamaður og fylginn
sér; Árni Goodman og Rögnvaldur P. Hillmann eru ótrauðir
starfsmenn í þarfir safnaðarmála; þessi árin er Rögnvaldur
forseti safnaðarins, og ekki hefir annar meiri franikvæmdar-
maður skipaö þaö sæti. í sambandi við safnaðarmálin má
geta þess, aö Melanktons-söfnuður á alíslenzkan grafreit; var
það um 1896 að Gísli Jónsson frá Kjörseyri, sem fyr er nefnd-
ur, gaf söfnuðinum eina ekru af heimilisréttarlandi sínu í því
skvni; reitur sá er vel um girtur, og hafa bygðarmenn jarð-
sett alla, sem dáið hafa, í grafreit þessum. Má þar orðið sjá
marga og fallega minnisvarða, sem ættingjar hafa re:st hinum
látnu frændum sínurn. Séra Jónas A. Sigurðsson vígði graf-
reitinn og tók þá, sem oftar á hinni miklu málsnild sinni við
það tækifæri. Aðrir en íslendingar eiga ekki aðgang að
grafreit þessum.
Kvenfélagið
var myndað 21. Febrúar 1901. Frumkvöðlar að myndun þess
voru þeir Stefán S. Einarsson og Jón Kristjánsson. Byrjuðu
konurnar félag sitt með 16 meðlimum, undir forustu húsfrú
Bjargar Davíðsson, sem forseti var félagsskaparins hið fyrsta
árið. Síðan hafa allmargar bæzt við. Kvenfélagið hefir