Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 97
ALMANAK 1913.
65
STUTT ÁGRIP AF LANDNÁMSSÖGU
Islendinga í Albertahéraói.
IV. KAFLI.
Svo var tilætlaS, aS III. kafli sögu þessarar teldi alla
landnámsmenn á tímabilinu frá 1890 til 1900. Það gat þó
eigi orðiS, af ástæðum þeim, er teknar eru fram i niðurlagi
III. kafla; nokkrir voru fleiri, sem námu land á þessum ára-
tug; verða þeir nú taldir fyrst i IV. kafla.
ÞÆTTIR LANDNÁMSMANNA 1890 TIL 1900.
48. ÞÁTTUR.
HELGI JÓNASSON. — Helgi var Eyfirðingur að ætt-
erni. Faðir lians var Jónas Sigurðsson á Bakka í Yxnadal
í Eyjafjarðarsýslu; bjó hann lengi á Bakka, en flutti þaðan
að Fremri-Kotum i Norðurárdal í Skagafjarðarsýslu. Það-
an flutti Jónas norður aptur, og fór þá að búa í Bak-kaseli í
Yxnadal og dó þar. Móðir Helga var Helga, yfirsetukona,
Egilsdóttir frá Syðri-Bægisá; var hún af ættlegg Árna bisk-
ups Þórarinssonar á Hólum í Hjaltadal. Jónas, faðir Helga,
var kominn af Hvassafells-ættinni og skyldur mjög Jónasi
Hallgrímssyni, skáldinu nafnfræga. Bróðir Helga var Sig-
tryggur Jónasson, fyrrum ritstjóri Löghergs; fleiri munu þau
systkini hafa verið, þótt eigi verði hér rökfært nema um eina
systur, konu Jafets Reinholts. Eigi verður sagt neitt víst
um það, nær Helgi fór af tslandi vestur uin haf, en til Al-
berta mun hann hafa komið árið 1894 eða 5; settist hann þá
á Tindastóli, hjá Jóh. Björnssyni. og byrjaði þar á lítilli
verzlun á eigin efni. Þar var hann á annað ár. Vorið 1897
byrjaði Helgi verzlun á Markerville, og lét þá jafnsnemma
'Jyrja að vinna aS ostagjörð. ÞaS voru fyrstu byggingarnar,
sem reistar voru á Markerville: sölubúð Helga og ostagjörð-
arhús, sem bændur byggðu aS miklu leyti á sinn kostnað. Um
það er ritaS í “Um verzlun.” E])tir að Helgi Iét af verzlun,