Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 98
66
ÓLAFUR s. thorgeirssok:
sem mun hafa veriö áriö 1903, nam hann land skammt aust-
ur af Markerville og eignaöist það; lagöi hann þá stund á
griparækt um sinn. Helgi var vel viti borinn maöur og hafði
fengiö nokkura menntun viö gagnfræðaskðlann á Mööru-
völlum.
Helgi var heilsutæpur; nokkuð einrænn í skoðunum
sínum og sérlyndur. Geðsmunabilun þjáði hann mjög síð-
ustu misseri æfi hans, og það ætla eg yrði honum að aldur-
tila; hann fór héðan austur til Manitoba og andaðist þar.
49. ÞÁTTUR.
ÓLAFUR BENIDIKTSSON. — Faðir Ólafs var Beni-
dikt Ólafsson frá Eiðsstöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu;
er sú ætt talin í II. Kafla, 4. þætti.—Ólafur var barn að aldri,
er hann kom frá íslandi með foreldrum sínum; í Nýja ís-
landi missti hann sína ágætu móður; ólst hann síðan upp með
íööur sínum til fullorðinsára og fylgdist með honum til Al-
berta árið 1888 frá N. Dakota. Eptir það var hann ýmist
með föður sínum eða sætti atvinnu suður í Calgary, þangað
til árið 1896, að hann kvæntist ungfrú Guðrúnu Guðmundar-
dóttur, alsystur Jóns Guðmundarsonar í Calgary og hálf-
systur Bjarna bónda Jónssonar við Markerville, smb. II.
Kafla, 5. þætti. Eptir það rjeðst Ólafur norður til nýlend-
unnar; settist hann þá á land mílu vestur frá Kristni Krist-
inssyni. Það er gott land, en hann var þar nokkuð fjarri
öðrum búendum, og þótti honum það eigi hallkvæmt. En
eptir næsta ár flutti á næsta land við hann maður sá, er Jósef
hét Hallgrímsson, Hólm, skagfirzkur að kyni, hinn mesti
myndarmaður í hvívetna; kona hans hét Ágústa Bjarnar-
dóttir, fósturdóttir Benidicts Ólafssonar og seinni konu hans
Bjargar Torfadóttur, og var hún í skyldleikum við hann.
Gjörði Jósef sjer þar heimili; hugði Ólafur þá gott til, að
hafa fengið gott nágrenni. En það sama sumar andaðist
Jósef Hólm, frá konu sinni og tveim ungum sonum; fór hún
þá með börn sín til fósturföður síns; hún giftist í annað sinn
Sigurði Erlendssyni—Allan—, og hafa þau búið í nánd við
Disbury, Alberta. Eptir þetta orðið, þótti Ólafi dauflegt að
halda áfram búnaði þarna; hugsaði hann þá ráð sitt og fast-
rjeði að breyta til. Gekk Ólafur þá í verzlunarfjelag við Jón
bróður sinn og hjeldu þeir þeim fjelagsskap þangað t'l Ólaf-