Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 99
ALMAXAK 1913.
67
ur dó 1908. Ólafur haföi þá fyrir nokkrum árum misst
konu sína. Þau áttu þrjár dætur barna; ein dó ung, en tvær
lifa. Ólafur var merkisma'öur að fiestu, gæddur góðum hæfi-
leikum, og notaði þá sér og öðrum til gagns. Hann var
stefnufastur og reglusamur, verkhagur og iðjusamur í stöðu
sinni; háttprúður í allri framkomu og flestum traustari með
efndir oröa sinna. Eptir að pósthúsið var opnað á Marker-
ville, var liann þar póstafgreiðslumaður til dauðadags. Að
honum var mannskaði mikill fyrir sveit þessa.
50 ÞÁTTUR.
HÓLMFRÍÐUR PJBTURSDÓTTIR. — Það er sagt í
II. kaf.a, 13. þ., að Gísli Dalman sleppti landi því, er hann
hafði numið; það land nam síðar, árið 1896, Hólmfríður Pjet-
ursdóttir Pjeturssonar frá Miðfjarðarnesi á Langanesi norð-
ur; hún var ekkja eptir Kristinn Magnússon, frá Sköruvík á
Langanesi; var ætt þeira öll norður þar. Hólmfríður var í
miklum skyldleikum við Hólmfríði konu Sigfúsar Goodmans;
fór hún til þeirra hjóna, er hún fluttist vestur frá íslandi
árið 1889 og var hjá þeim löngum síðan, þangað til Hólm-
fríður Goodman andaðist. Son átti hún einn á lífi eptir
mann sinn, Aðaljón að nafni, sem ólst upp með móður sinni.
velgefinn og góður piltur. Síðar seldi hólmfríður land stit;
keyptu þau mæðgin þá bæjarjörð á Markerville og byggðu á
henni; fluttu þau þangað árið 1907 og hafa búið þar síðan.
Er Aðaljón nú aðstoðarmaður Gríms póstafgreiðslumanns.