Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 100
68
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
51. ÞÁTTUR.
KRISTJÁN JÓNSSON. — Kristján Jónsson er aö ætt-
erni kominn af Mýramönnum. Hann er sonur Jóns Þor-
steinssonar, er bjó aö Þverá i Eyjafiröi, og Lilju Ólafsdótt-
ur. en um ætt hennar
er mjer ekki kunnugt.
Kristján var í fööurætt
nærskyldur Þo'rsteini
Daníelssyni á Skipalóni.
Bróöir Kristjáns heit-
ir Þorsteinn, nú í Cali-
fornia, en systur Kristj-
áns eru : Friðrika ekkja
eptir Þorstein Jónasson
á Engimýri í Yxnadal;
önnur er kona Jóns
Friöfinssonar í Winni-
peg, og hin þriðja var
kona Jóns Þóröarsonar
við Hensel, fyrruiin al-
þingismanns í Norður-
Dakota. Enn mun
Kristján hafa átt eina
systur eöa fleiri, en
ekl- i er nú hægt að rök-
styðja þá tilgátu. —-
Kristján fór vestur um
haf árið 1873; hélt
hann þá til Bandaríkjanna, til Milwaukee borgar í Wiscon-
sin-ríki. Þar mun Kristján hafa dvalið þangað til áriö
1878, að liann flutti til N.-Dakota í nánd við Garðar. Þar
nam hann land, og mun hafa verið einn af fyrstu landnáms»
mönnum í þeirri byggö. Árið 1880 kvæntist Kristján ungfrú
Guðfinnu Sveinsdóttur Árnasonar úr Fáskrúösfiröi. Vestur
til Alberta flutti Kristján áriö 1899; nam hann þá land árið
næsta í grennd við Sólheima, og hefir búið á landi því síðan.
Þau hjón hafa eignast fimmtán börn; af þeint eru sex á lífi.
Elzti sonur þeirra. Friðrik, kvæntist Guölínu Þórlaugu, dótt-
ur Guðmundar Illugasonar. Elzta dóttir Kristjáns. Aurora,