Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 101
ALMANAK 1913.
69
giptist manni af enskum ættum. Kristján er einn hinna leiö-
andi manna og hefir tekiS mikinn þátt í fjelagsmálum sveit-
arinnar, einkum kirkju- og safnaðar-málum; hann er skyn-
sanxur maöur og hefir ljósa og viðtæka skoöun á hinum ýmsu
margbreyttu kröfum mannlífsins; gleöimaöur er Kristján og
einn hinna beztu tölumanna; heimili þeirra hjóna er myndar-
legt og höföingsskapur, alúS og hlýleiki gagnvart þeirn, senx
aö garöi bera, er einkenni þess.
52. ÞÁTTUR.
ÁRNI PÁLSSON. — Faðir Árna var Páll söðlasmiður
í Fljótum í Skagafjarðarsýslu, Árnasonar, Pálssonar prests
að Myrká í Hörgárdal í Eyjafjarðaráýslu; mun sjera Páll
hafa verið sonur Árna biskups Þórarinssonar á Hólum í
Hjaltadal. — Móðir Árna hjet Ingibjörg Sigurðardóttir,
Jónssonar. Eina hálfsystur átti Árni, Sezelju konu Beni-
dicts Jónsonar Bárdal. Árni var síðast í Fljótum og hjelt
þaðan vestur um haf; fór Árni þá til Alberta; settist hann að
í Calgary og dvaldi þar tvö ár; árið 1888 fór hann frá íslandi,
en árið 1890 flutti Árni frá Calgary norður um til nýlend-
unnar; nam hann þá land eigi langt frá Burnt Lake; litlu
síðar ljet hann það aptur af hendi til stjórnarinnar; flutti
hann þá suður til Calgary og settist þar að; bjó hann þar i
þrettán ár; fjekkst hann þá mest við smíðavinnu í bænum.
Árni flutti aptur norður til nýlendunnar árið 1903 eða 4;
nani Árni þá land í tungunni að vestan vérðu við Medicine-á,
suður frá bústað Kristins Kristinssonar, og bjó þar siðan.
53. ÞÁTTUR.
EINAR IÓNSSON. — Einar var fæddur árið 1831, að
Snjóholti í Eiða-þinghá í Suður-Múlasýslu. Faðir hans var
Jón Einarsson, Jónssonar, Oddssonar prests á Hjaltastað í
Norður-Múlasýslu. Móðir Einars var Guðný, dóttir Sigfús-
ar prests að Ási i Fellum, Guðmundssonar prests á Hofi í
Vopnafirði. — Kona Einars hjet Ólöf; hún var fædd í Litlu-
Vik í Norður-Múlasýslu. Faðir hennar var Grímur Brynj-
ólfsson. Grímssonar prests á Hjaltastað. Einar bjó nálega
allan sinn búskap á Einarsstöðum í Vopnafirði; hann flutti
vestur um haf árið 1877, til íslenzku byggðarinnar í Minneota,
4