Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 102
70
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Minn. Nam Einar þar land í Lincoln héraði, í Vestur-byggö
svonefndri, og bjó þar þangaö til Ólöf kona hans dó, árið
1892. Til Alberta nýlendunnar mun Einar hafa flutt árið
1896; tók hann þá land og byggði á því, fjórar mílur norður
af Tindastól; á því bjó hann svo hin næstu misseri; börn áttu
þau Einar og Ólöf þrjú, sem náðu fullorðinsaldri; þeirra var
Þorgerður elzt ; hún var gipt Guðmundi Jóni Jónssyni, Rafns-
sonar; hin voru: Grímur og Guðrún; kornu þau með föður
sínum til Alberta og voru með honum til þess hann dó.
Grímur kvæntist ungfrú Margréti Ingibjörgu Jósepsdóttur,
Stefáns^onar Jsbr. II. k.. 16. þ.J, en Guðrún giptist manni af
enskum ættum. James G. Murry að nafni. Einar afsalaði
sjer aptur landinu, og færði þá föng sín vestur til Markerville
og byggði þar heimili fyrir sig. Um það leyti rak Helgi Jón-
asson verzlun á Markerville; gekk þá Einar í fjelag við Helga
um sinn, en hafinn mun sá fjelagsskapur liafa verið nokkru
fyrr en Einar dó; hann andaðist 7. Jan. 1901. -— F.friar var
merkur maður, þegar þess verulega var gætt, að hann ljet
jafnan lítið yfir sjer og hjelt sjer ekki fram; en orð hans og
gjörðir báru órækan vott þess, að hann hugsaði meira um að
vera en að sýnast; hann var dável skynsamur maður og hugs-
aði jafnan gjör áður en hann afrjeði eða framkvæmdi. Hann
kunni vel að fara með efni sín og var líka sterk-efnaður, er
hann kom til Alberta. Á seinni árum sínum í Minnesota
mun hann hafa fengizt töíuvert við ýms gróðafyrirtæki, og
heppnast þau vel. Það var opt skemmtun að heyra gamla
manninn gjöra áætlun fyrifram um ýms fyrirtæki, einkum
vegna þess, hvað hann hugsaði djúpt og nákvæmlega. Hann
var hjer vel metinn, eins og hann átti skilið. — Þess skal enn
fremur getið, aðmjer er ekki kunnugt urn systkini Einars ann-
að en það. að hann átti sex systkini á lífi, nær þetta er ritað,
einn bróður og tvær systur á íslandi, og þrjár systur í
Minnesota.
54. ÞÁTTUR.
JAFET REINHOLT. — Eigi er hjer hægt að telja ætt
Jafets, en nærskyldur var hann Indriða Reinholt, fsjá III. k.,
46. þ.J. Jafet átti fyrir konu systur Helga Jónassonar ('sjá
IV. k., 48. þ.J ; að öðru verður ekki sögð hjer ætt þeirra
hjóna. Jafet var sntár vexti en göngumaður mikil og frár á