Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 108
76
IILAKUR s thorc.eirsson:
hinn nýtasti maSur í þeirri stöðu. Þá varö póstafgreiöslu-
maður Grímur Einarsson, Jónssonar, vcrzlunarmaður á Mar-
kerville, og hefir haft þann starfa síðan. Um sama leyti, eða
litlu síðar voru sett tvö pósthús í noröaustur-parti hyggðar-
innar, er nefnd voru Sólheima og Burnt Lake. Var Siguröur
Jónsson póstafgreiöslumaður aö Sólheima, meðan það var
starfrækt; árið 1911 var það lagt niður og sameinað Burnt
Lake pósthúsi. Fyrsti póstafgreiðslumaöur að Burnt Lake
mun hafa verið Jón Vernharösson, en nú er það Erlendur
Sigurðsson Grímssonar. S.einna voru sett pósthús kringum
íslendingabyggðina, Evarts pósthús, 10 mílur norðvestur af
Markerville, og Dickson pósthús 9 mílur vestur, en þau eru
að litlu notuð af íslendingum.
JRitað í Marzmánuði 1912.)
2.—SKÓLAMAL.
Brátt varð alþýðuskólaleysið nýbyggjunum tilfinnanlegt.
Sáu þeir glöggt, að svobúið mátti eigi standa, en hinsvegar
var flest því til hindrunar: óhægur fjárhagur, og landhafend-
ur fáir og dreifðir. En þrátt fyrir það varð það að sam-
komulagi nokkurra manna, að koma upp skólahúsi; var
Stephan skáld mest leiðandi maður þess máls. Skyldu menn
leggja til alla vinnu af frjálsum vilja, án endurgjalds. Vet-
urinn 1892 var felldur skógur til skólahússgjörðar og dreginn
að Medicine-ánni að vetrinum, en flotið eptir lienni á næsta
vori ofan móts við bústað Stephans G. Stephanssonar, því
þar hafði verið ákveðið að byggja skólahúsið; \ar það byggt
þá um sumarið og haustið. Það sem þurfti að kaupa, svo
sem þak, gólf, glugga o. fl., var keypt með frjálsum samskot-
um. Sljettumenu styrktu fyrirtækið að nokkru, bæði með
vinnu og fjárframlögum, móti því loforði, að þeim yrði lið-
sinnt undir sömu ástæðum. Um húsbygginguna sáu að mestu
leyti þeir St. G. Stephansson og Th. Guðmundsson. Húsið
var að stærð : lengd 26 fet, breidd 18 fet, og varð það full-
gjört um haustið 1892, þrátt fyrir örðugleikana, en þá eins og
optar, sigraði góður fjelagsskapur og samkomulag. Var þá
kosin nefnd til að fá löggilt skólahjerað og sjá um frarn-
kvæmdir viðvíkjandi skólastofnun; í nefndina voru kosnir:
St. G. Stephansson. Þórarinn Guðmundsson og Guðmundur
Þorláksson. Skólahjeraöið var myndað, fimm mílur í hvert