Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 112
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSOM
inga sína fyrir litiö. Þá var gengið til atkvæöa og máliö
fellt með io atkvæöum móti 7. Þeir, sem málinu voru hlynnt-
ir, undu þessum málslokum illa. Fengu þeir þá nokkra nienn
í liö nteð sjer, aö bjarga málinu; skyldi sarniö frumvarp til
laga fyrir lestrarfjelag, stofna svo til fundar og freista að fá
undirskriptir. Frumvarpið var samið, að miklu leyti af J.
Húnford; var svo boðað til fundar bjá E. B. Oddsson 7. Febr.
1892; var fundur sá fjölsóttur. Var þá málið um lestrarfje-
lag tekið fyrir aö nýju og rætt. Frumvarpið var lagt fyrir
fundinn og samþykkt með nokkrum breytingum. Var þá
fjelagið stofnað og viðurkennt. Gengu þá 23 rnenn í fjelagið.
Fjelagið var nefnt "Iðunn". Árstillag var 50 cts. Fyrstu
embættismenn þess voru: forseti Jónas J. Húnford; bóka-
vörður, Jóhann Björnsson, og fjehirðir Sezelía Bardal. 1893
var með lögunt ákveðið, að skrifaraembætti væri bætt við. J.
J. Húnford var forseti til 1897; þá varð forseti Þórarinn
Guðmundsson, tvö ár; næst var Jón Benidictsson eitt ár.
Árið 1900 var J. J. Húnford kosinn forseti í annað sinn og
hefir verið það síðan, i 12 ár. Fjehirðar hafa verið; Sezelía
Bardal til 1897; Helgi Jónasson til 1898; Guðmundur Þorláks-
son til 1908; J. Hillman 1909; Gísli Eiriksson 1910—12.
Bókaverðir hafa verið: Jóhann Björnsson til 1904; G. E.
Johnson til 1905; J. M. Johnson til 1907; A. J. Kristvinsson til
1909; Kr. Jóhannesson 1910; J. O. Johnson 1911. Skrifarar
fjelagsins hafa verið: Guðmundur Þorláksson til 1897; Vig-
fús Halldórsson til 1900; Jón Benidictsson 1901; J. O. John-
son til 1903; Grímur S. Grímsson til 1907; J. A. Olson 1908;
H. F. Kristvinsson til 1909; J. A. Olson 1910; W. S. Johnson
1911; A. J. Kristvinsson 1912. — Ekki hefir lestrarfjelagið
stigið stórum stigum á framfaraveginum. Það gat heldur
ekki verið, því opt \oru fjelagsmenn fáir, rúntlega 20; flestir
hafa fjelagar verið milli 40 og 50. Árstillögin voru lág, og
þegar frarn leið sáu menn, að ekki myndi auðið að láta fje-
lagið lifa og starfa með sörnu inntektum; árlega voru þó hafð-
ar skemmtisan'.komur til stuðnings fjelaginu og heppnuðust
vel. En kostnaður og útgjöld uxu; þegar bókasafnið óx, þá
þótti ekki annað hlýða en vátryggja ]tað, og tók það nokkra
peninga; innkaup nýrra bóka námu að jafnaði. eftir árið 1900,
$20—$25, og bókband og viöhald á eldri bókuni $12—-$20. —
Árið 1908 var á almennum fundi samþj'kkf aö hækka árstil-