Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 113
AI.MA.NAK 1913.
81
lagið og skyldi hver fjelagsmaður greiöa einn dal í fjelags-
sjóð. Eptir að kauptúnið Markerville hafði byggzt upp, áttu
flestir byggðarmenn tíðar ferðir þangað ; fyrstu árin hafði
fjelagið bókastöðvar á Tindastól, og var þá fjelaginu skipt í
deildir; en árið 1904 var á ársfundi 22. Okt. staðfest laga-
grein, sem ákvað að framvegis skyldi bókasafnið vera á Mar-
kerville, og var þá deildaskiptingin numin úr gildi. Eptir
þvi sem bókasafnið vóx og aðvinnsla á þvi varð umfangs-
meiri, reyndist torsóttara að fá menn til að starfrækja það.
Sumir voru þeir, er eigi böfðu húsrými svo. að þeir gætu haft
bókasafnið inni. Varð það þá til ráðs tekið, að byggja hús
yfir bókasafnið og sem jafnframt yrði notað til fundarhalds.
En til að rýra ekki vöxt og starfsemi fjelagsins, þá var leitað
frjálsra samskota og brugðust sveitarmenn drengilega við
kvöð þeirri; lóð var keypt á Markerville handa fjelaginu og
byggt á henni bús, að stærð 12x16 fet; er nú húsið og bóka-
safnið vátryggt fyrir tæpum 500 dölum. Verið er að undir-
búa að löggilda fjelagið, ef ástæður leyfðu. Meðlimir fje-
lagsins eru nú 40. ("Ritað í April 1912.)
5.—KVENFJELAG.
Eigi löngu eptir að íslendingar settust að í Calgary,
myndaðist þar íslenzkt kvenfjelag; mun það hafa verið á
árunum 1891—92; en sem ræður að líkum hjelzt það ekki við
þar í bæ lengi. Smámsaman fluttu íslendingar burt þaðan,
svo árið 1895 voru litlar minjar eptir af kvenfjelaginu í þeim
bæ. Konurnar, sem stofnuðu það, fluttu flestar norður um
til islenzku nýlendunnar norðan R. D., og settust þar að; það
voru þær, ásamt fleirum. sem endurnýjuðu fjelagsskapinn
er upp leystist í Calgary. Það var 6. dag Marzmánaðar árið
1896, að konur nokkrar áttu fund með sjer. Var þá kven-
fjelag byggðarinnar stofnað, og nefnt “Vonin”. í stjórn fje-
lagsins voru þá kosnar: húsfreyja Sigurlaug, kona Kristins
Kristinssonar. forseti; húsfreyja Hólmfríður, kona S. Good-
mans, skrifari; og húsfreyja Sezelía, kona B. J. Bardal, fje-
hirðir. Lög fjelagsins voru þá samin það ár og samþykkt. —
Síðan hefir fjelagið verið til og starfað; aldrei hefir það
fjölmennt verið, en hefir samt komið miklu góðu til leiðar.
Hefir það varið sjer njer því eingöngu til líknarstarfa; að
hjálpa nauðstöddum og bæta kjör þeirra hefir verið þess