Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 117
ALMANAIv 1913.
85
þegar fulltíöa. Jóhann er dugnaöar- og ráödeildarmaöur,
og farnast allsstaðar vel, þó jafnvel hvaö bezt þar sem hann
er nú; fer þaö auðvitað að líkum, því bæði var, að hann kom
með nokkur efni frá Dakota og hefir nú aukinn vinnukraft
frá því áður var.
55. ÞÁTTUR.
GUDNI ÞORLAKSSON.—Foreldrar Guðna voru : Þor-
lákur Tónsson og Guðrún Guðnadóttir og var ætt þeirra í
Húnavatnssýslu. Kona Guðna var Málmfríður dóttir Ein-
ars Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur, bæði ættuö úr
Reykjavík. Guðni fór vestur um haf til Winnipeg 1888 og
var þar í 4 ár. Þaðan flutti Guðni til N. Dakota 1892, nam
þar land og var þar til áriö 1900, að hann flutti vestur til
Alberta-nýlendunnar. Guðni nam 'land vestanveröu Medi-
cine-árinnar, fjórar mílur norðvestur af Markerville; þar
mun Guðni haía dvalið fimrn eða sex ár. Eptir þaö seldi
hann landið, og flutti suður til Calgary ásamt konu sinni og
þremur börnurn ; þar hefir hann byggt sjer gott hús og líður
vel.
56. ÞÁTTUR.
PJETUR GISLASON. — Pjetur er skagfirzkur aö ætt,
fæddur á Kjarvaldsstöðum i Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu
1. dag Nóv. 1856. Foreldrar hans voru þau hjón: Gísli Ei-
riksson og Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hofsstöðum í Viðvík-
ursveit. Bjuggu þau hjón lengi á Miklahóli i sömu sveit,
en seinustu búskaparár sín á Kjarvaldsstöðum. Systkini
Pjeturs voru ellefu; af þeim eru nú á lífi þrír bræður: Stefán
og Pál.l, báðir heima á Islandi; Jón hjet hinn þriðji, nú í Red
Deer; um hann er ritað í III. kafla sögunnar, 31. þætti.
Pjetur var ungttr að aldri, er h'ann missti foreldra sína.
Pjetur fór þá í fóstur til hjónanna Jóns Jónssonar, Bjarna-
sonar, og Guðríðar systur sinnar, er bjuggu þá að Tuma-
iirekku i Óslandshlíð. Ólst Pjetur upp hjá þeim til fullorð-
insára. Brugðu þau þá’ ráði sínu. ljetu af búnaði og seldu
eignir sínar; varð það ráð þeirra, að fara af landi brott, vest-
ur um haf; voru mannflutningar þá orðnir all-miklir til Ame-
ríku. Það var árið 1883, að ferð sú var ráðin. Ljetu þau
5