Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 118
86
ÓLAFUR 'S thorgfirsson:
hjón þá flytjast yfir fjörðinn til Sauöárkróks; sóttu þangaö
margir víöa um fjöröinn og vestan úr Húnaþingi, þeir er
hugöu á utanferð, því þar skyldu þeir um borð fara í mann-
flutningsskipið. Hafði Pjetur þá verið um sinn í þjónustu
hjá dönskum borgara á Sauðarkrók, og unað vel hag sínum.
Eigi að síður hugði hann á vesturferð, ásamt systur sinni og
mági; og þó að ýmsir lettu hann þeirrar farar, þá tjóaði það
ekki. Hafís var þá víða með norður og austurströndum ís-
lands. Var hann hinn mesti vágestur og tálmaði skipum aö-
siglingu við ákveðnar hafnir; urðu þau frá að leggja á ýms-
um stöðum. Svo var um skip það, er leggja skyldi inn a
Sauðarkrókshöfn, seinustu daga Júnímánaðar, að því gaf eigi
til aðsiglingar fyrr en 4. Ágúst. Varð sú bið farþegum
kostnaðarsöm og brugðu þá sumir þeirra ætlan sinni og sctt-
ust aptur; þótti, sem var, eigi fýsilegt að koma vestur um
haf undir haustnætur; bljesu líka vandamenn þeirra óspart
að þeim kolum og löttu þá; á þeim árum var og geigur mikill 1
landsniönnum gegn þeim utanferðum. Hvarf Jón mágur
Pjeturs þá til baka og fluttist austur yfir fjörðinn, og e:gi
löngu síðar andaðist kona Jóris. Eigi brá Pjetur ætlan sinm,
en fór sem ætlað hafði; kom hann til Winnipeg 3. dag Sept-
ember 1883; í þeim flokki, sem þá fór, munu hafa verið 400
manns; urðu nokkrir eptir í Toronto, sem þrotnir voru að
farareyri. Meðal þeirra voru þau hjón Björn Gestsson, ætt-
aður úr Unadal og Ingibjörg Jónsdóttir Bjarnarsonar fra
Tumabrekku i Óslandshlíð. Einhverra orsaka vegna varð
mikið af fararefnum Pjeturs eptir í umsjá Björns, því þeir
voru í góðum kunnleikum; styrkti Pjetur Björn til að komast
þetta áleiðis, en aldrei síðan sá Pjetur Björn nje neitt af þeim
eigum sínum; vænti Pjetur þess lengi, að Björn kætni vestur
um og færði sjer fjármuni sína, en það varð eigi. Pjetur
dvaldi í Winnipeg hin næstu ár, og vann þá á ýmsum stöðum.
Árið 1892 kvæntist Pjetur Björgu Jónsdóttur frá Ásunnar-
staða Stekk í Breiðdal. Foreldrar Bjargar voru: Jón Gísla-
son, Gunnarssonar, ættaður úr Bárðardal í Þingeyjarsýslu,
og Guðríður Jónsdóttir, ættuð úr Breiðdal í Suður-Múlasýslu.
Björg átti ellefu systkini; af þeim eru á lífi sex; heima á fs-
landi eru: Gunnar, Flóvent, Sigurður og Sigtryggur, en tveir
bræður hennar eru hjer í Ameríku: Gísli bóndi í Saskatche-
wan, og Marteinn, suður í Minneapolis, Minn. Árið 1892