Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 122
90
ÓI.AFUR S. THORGEIRSSON.
ólfssonar. Þorsteinssonar bónda í Bitru. Systkini Vilborg-
ar: GuSmundur timbursmiöur í Reykjavík, Hannes í Arnar-
firöi viö fsafjörS, GuSlög og Elín austur á Eyrarbakka,
Málmfríður í Árnessýslu, Guölög í Portland, Oregon og Eyv-
lalía t Washingtonríki, U. S. A. Vilborg er fædd 2. Júni
1873. Börn áttu þau hjón eigi allfá; tvö þeirra fæddust upp
á íslandi, í Gullbringusýslu. Jóhann fór vestur um haf frá
Laugarósi í Biskupstungum áriS 1900, beint til Alberta Can.
Settist hann aö 3 mílur suSur frá Markerville og nam þar
land. Jóhanni hefir græSzt fje hjer, og sjer á honum hag-
sæld og vaxandi framför í hvívetna. Var þó bújörS hans
örSug til yrkingar, en Jóhann hefir brotiö erfiSleikana undir
sig meS ráödeild og dugnaöi.
60. ÞÁTTUR.
SIGURÐUR BRNIDICrSSON. — Siguröur er ættaður
úr Húnavatnssýslu. Benidict faöir hans var Bjarnason; var
sá Bjarni sonur Bjarna prests á Mælifelli í SkagafirSi, Jóns-
sonar, Gíslasonar frá Álptavatni í Staöarsveit. MóSir Sig-
urSar var Margrjet Guðmundardóttir SigurSarsonar frá AS-
albóli í MiSfirði; foreldrar Siguröar bjuggu á Aðalbóli og
þar var Sigurður fæddur 20. Nóv. 1857. Þrjár systur Í5ig-
urðar eru á lífi: Ingibjörg, ekkja eptir Guðmund Bjarnason í
Nýja íslandi; Helga, gipt Ólafi Sigmundarsyni í West Sel-
kirk; Margrjet, kona Sigvalda Símonarsonar í Nýja íslandi.
—Kona Sigurðar er Vilborg, dóttir Gamalíels Oddssonar fra
Indriðastöðum' í Skorradal, Borgarfjaröarsýslu. Móöir Vil-
borgar hjet ÞuríSur Jörundsdóttir frá Hæringsdal í Kjós, 1
Gullbringusýslu. Tveir bræSur Vilborgar eru á lífi: GuS-
mundur bókbindari og bóksali í Reykjavík og Guðjón mur-
smiður í Reykjavík. Sigurður fór frá Reykjavík vestur um
haf árið 1902, vestur til Alberta, og nam land 4 milur suður
frá Markerville, í tungunni milli ánna, og hefir liúið þar
síðan.
61. ÞÁTTUR.
HRÓBIARTUR RINARSSON. — Hans fööurætt mun
liafa veriö á Langanesi í Þingeyjarsýslu; en í móðurætt mun
hann kominn af ætt Reykdæla. Hann var bróðir Jóhönnu
Einarsdóttur, konu Vigfúsar Halldórssonar; er sagt frá ætt