Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 123
ALMANAIv 1913.
91
þeirra í II. kafla sögu þessarar, 17. þætti. Hróbjartur fjekk
konu þeirrar er Helga hjet; var hún dóttir Helga Sigfússon-
ar á HrollaugsstöSum á Langanesi og Aöalbjargar Einars-
dóttur á Fagranesi á Langanesi. Af systkinum Iielgu eru á
lífi þrir bræSur: Hróbjartur, nú i Nýja íslandi, Man., og
tveir heima á íslandi: Einar á SeySisfirSi og ÞorvarSur í
Stykkishólmi. Hróbjartur kom frá Islandi áriS 1883; fór
ha'nn þá fyrst til N.-Dakota og dvaldi þar hin næstu misseri.
ÞaSan flutti hann vestur til Alberta áriS 1889; settist hann
þá aS í Calgary og bjó þar hin næstu 12 ár. í Calgary
kvæntist Hróbjartur, líklega áriS 1890. Noröur í nýlenduna
flutti hann áriS 1902; nam liann þá land noröaustur frá
Tindastól, og hefir búiS þar síSan.
62. ÞÁTTUR.
GUÐMUNDUR SIGURDSSON.—GuSmundur var ætt-
aSur undan Eyjafjöllum á íslandi. FaSir hans var SigurSur
bóndi Bjarnason í Gíslakoti; en móöir GuSmundar var Jórunn
Árnadóttir, Ögmundarsonar undan Eyjafjöllum. Systkini
átti GuSmundur fimm, bróSur, sem SigurSur hjet, og fjórar
systur, sem öll eru heima á íslandi. GuSmundur átti fyrir
konu GuSrúnu dóttur Árna Bjarnasonar frá SySri-GörSum í
Flóa í -Árnessýslu; móSir hennar’var GuSrún Pjetursdóttir
frá Geldingaholti í Árnesi. Um systkini GuSrúnar verSur
ekki hjer sagt; þó mun þaS rjett, aS hún ætti bróSur, sem
Jón hjet, smiSur aS handiSn; var hann um eitt skeiS í Cal-
gary og stundaSi þar smíöavinnu. Hann flutti og norSur í
Álberta-nýlenduna og dvaldi þar um hriS; flutti svo þaSan
aptur suSur til Calgary og þaöan vestur um fjöll, og mun nú
vera vestur á Kyrrahafsströnd. Hans kona var Björg, dóttir
Bjarna á DaSastööum á Reykjaströnd í SkagafirSi, systir
sjera Þorkels á Reynivöllum í Kjós. Þau hjón, GuSmundur
og Guörún, áttu eina dóttur barna, Lilju aS nafni. GuS-
mundur fór vestur um haf frá Reykjavík áriS 1900 og settist
fyrst aS í Argyle-byggS, Man., en dvaldi þar skamma stund.
Fór hann ári síSar vestur um land til íslenzku byggSarinnar
í Alberta; nam hann þar land, sjö mílur norSur af Marker-
ville og hefir búiS þar síSan. GuSmundur var fjelítill, er
hann reisti bú, en hann var starfsmaöur og búhöldur góSur,