Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 128
96
ÓLAFUK s. thorgeirsson:
Gríms bjuggti fyrst á GrímsstöSum þangaö til árið 1867, aö
þau fluttu aö Kópa-Reykjum í sömu sveit; þar bjuggu þau
þanga'ö til árið 1882, aö þau fluttu vestur um haf. Grímur
ólst upp meö foreldrum sínum og flutti meö þeirn af íslandi;
fluttist Steingrímur til Dakota, vestur á Pembina-fjöll, og
nam þar land. Grímur nam síðar land í Ramsey héraöi í N.
D. Arið 1903 fluttist hann til Alberta og nam land i íslenzku
nýlendunni austan Medicine-árinnar, fimm mílur norður frá
Markerville. Grímur fjekk konu þeirrar, er ísabella hjet;
faöir liennar var skozkur aö ætt, James Gow aö nafni, en
móöir hennar hjet Guölaug Ásgrímsdóttir, ættuð austan úr
Skaptafellssvslu. Kvæntist Grímr henni áriö 1902. ísa-
belia haföi áör verið gipt manni þeim er Jón hjet, úr Reykja-
vík; kom hún þaðan ásamt tveim börnum þeirra, Einari og
Kristínu Apollínu. Grímur bjó á landi sínu þangað til áriö
1912, að hann brá búi og seldi Iausafje sitt og flutti til Red
Deer. Grímur er vel viti borinn rnaöur, hefir ljósar og fjöl-
hæfar gáfur, hefir lesið rnikið og er gæddur ágætu minni;
hann er skemmtimaður og snyrtimenni í allri framkomu sinni;
vel sjálfmenntaður og hefir náð festu í ýmsu því, sem nauð-
synlegt er í borgaralegu fjelagi; hefir hann og haft með hönd-
urii ýms opútber störf og jafnan þótt leysa þau vel af hendi.
Þótti, sem var, hinn mesti sneiðir að Grírni, er hann flutti
burtu úr ísl. byggðinni.
AGÚST ASMUNDSSON—Rsn\d\ctssona.r frá Haga í
Gnúpverjahreppi í Árnessýslu; Ágúst var í skyklleikum við
Benidict Jónsson Bardal, voru þeir að öðruni og þri'ðja i
frændsemi.. Systkini Ágústs, sent á lífi eru: Halldór, bú-
settur í Red Deer; Ásgeir og Vigfús; ein systir: Ingibjörg að
nafni, kona Bjarnar Guðmundarsonar á 'Skeiðum í Árnes-
sýslu. Kona Ágústs var Sigurlaug Anna Jónsdóttir frá ívars-
húsum í Garði í Gullbringusýslu'. Móöir Sigurlaugar var
Anna Sveinsdóttir frá Bakkakoti í Eeiru í Gullbringusýslu.
Systkini Sigurlaugar voru fimm, heima á Suðurlandi: Guðný,
kona Guðmundar Jónssonar á Baugsstöðum íFlóa; Magnús,
Jón, Margrjet og Guðrún, og einn hálfbróðir, Ólafur að nafni.
nú í Edmonton. Þau Ágúst og Sigurlaug fóru vestur um haf
frá Litlu Breiðuvík í Reyðarfirði í Suður-Múlasýslu árið