Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 129
ALMANAK 1913.
97
1900. Fóru þau fyrst til Argyle nýlendunnar og voru þar
hin næstu misseri. ÞaSan fluttu þau vestur til Oktoks í Al-
berta og giptust þar; en til íslenzku nýlendunnar fóru þau
áriS 1905, en landnám haföi Ágúst byrjaS ári fyrr suövestur
ffá Evarts pósthúsi vestanverðu Medicine árinnar. Þar
byggSi Ágúst og bjó þar um hríS og varS eigandi landsins.
ÁriS 1907 flutti Ágúst til Red Deeer, keypti þar bæjarland og
hefir búiS þar siöan.
69. ÞÁTTUR.
bORSTEINN JÓNATHANSSON.—Þorsteinn er Hún-
vetningur aö ætterni; faSir hans var Jónathan, er lengi bjó
á MarSarnúpi t Vatnsdal í Húnaþingi. FaSir Jónathans var
Davíö, er bjó í Hvarfi
í Víöidal, Davíössonar,
GuSmundarsonar á
Spákonufelli á Skaga-
strönd. MóSir Jónath-
ans á MarSarnúpi lijet
RagnheiSur; hennar
faSir var FriSrik prest-
ur Thóarensen á Breiöa
hólsstaö í Vesturhópi,
föSurbróSir Bjarna
amtmanns Thóraren-
sens, en móöir Ragn-
heiöar, kona FriSriks
prests, var HólmfríSur
dóttir Páls lögmanns og
Þorbjargar Bjarnadótt-
ur Halldórssonar frá
Þ ingeyrum í Húna-
vatnssýslu. MóSir
Þorsteins var Sigurrós
Hjálmarsdóttir frá Sig-
ríöarstööum í Vestur-
hópi; bjuggu foreldrar
Þorsteins lengi á Máröarnúpi, og þar dó Jónatan 1873. Syst-
kyni Þorsteins voru: Steingrímur, bóndi á NjalsstöSum á