Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 132
100
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
margt; smiður nokkur og verkhagur á allt, sem hann leggur
hönd á, en eigi mun honum hafa fallið búsumsýsla. Brá
hann því á það ráð, að hætta búnaði; seldi lausafje og flutti
norður til Edmonton, eptir sem næst verður farið árið 1907.
Er svo sagt, að þar græðist honum fje og hagsæld með ári
hverju. — Til að fyrirbyggja misskilning skal þess enn frem-
ur getið, að eptir dauða manns síns, Jónatans á Marðarnúpi,
rjeðist Sigurrós til Ólafs á Skottustöðum, sem einnig þá
var búinn að missa konu sína, og var hjá honum nokkur ár
bústýra; á þeim misserum er Jónatan fæddur. Sigurrós fór
ásamt sonum sínum til Alberta og nam þar land. En þegar
Þorsteinn flutti burtu, seldi hún landið og flutti þá suður til
Spanish Fork, Utah.
71. ÞÁTTUR.
KRISTJAN JÓHANNESSON. — Jóhannes sá bjó í
Keklunesi í Kelduhverfi og síðar á Ytra-Álandi í Þistilfirði.
Jóhannes var sonur Árna frá Staðarlóni í Axarfirði, seinast
á Víðirhóli á Hólsfjöllum í Suður Þingeyjarsýslu. Móðir
Kristjáns var Ingiríður Ásmundardóttir frá Máná á Tjörnesi.
Systkini Kristjáns eru fimm lifandi: Guðni og Ásmundur,
báðir í Winnipeg, og Guðmundur í Árdalsbyggð, Man. Guð-
björg, gipt Þorláki Björnssyni prests frá Höskuldsstöðum á
Skagaströnd í Húnavatnssýslu; Kristín. gipt Þorsteini
Sveinssyni á Girnli, Man. Þessi fimm eru hjer í landi.
lleima á íslandi lifa þrjú: sjera Árni Jóhannesson, prestur í
Grenivík í Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu; Valgerður, kona
Jóns Sveinssonar á Hóli í Höfðahverfi, og Þorhjörg, kona
Jóns Ingimundarsonar á Brekku í Núpasveit, Þingeyjarsýslu.
—Kristján kvæntist Guðnýju Aðalbjörgu Kristjánsdóttur,
sýstur Ásmundar Kristjánssonar (sjá hjer að framan, 57.
þáttj. Kristján var síðast á Gunnarsstöðum í Norður-Þing-
eyjarsýslu, og fór þaðan vestur um haf til Manitoba. Árið
1902 flutti hann til Alberta nýlendunnar og nam land vestur
í Tungunni, ekki langt frá Ásmundi tengdabróður sínum, og
var þar þangað til vorið 1907, að hann seldi eignir sínar og
rjeðist til Edmoijton. í Edmönton var Kristján hin næstu
misseri, en flutti aptur suður árið 1909; keypti hann þá timb-
urhús við Markerville-bæ ög hefir verið þár síðan; byrjaði
]iá á greiðasölu og hefir hana enn.