Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 136
104
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
S JÁVARDJÚPIÐ.
Hiö mesta slys á sjó, sem sögur fara af,vildi til 1912.
Spánýtt farþegja skip White Star línunnar, Titanic, ný-
runnið af stokkunum og á fyrstu ferð sinni yfir Atlantshaf
brunaði á leið sinni á ísborg- mikla og' sökk fám stundum
eftir áreksturinn. Þráðleysufregn fékk skipstjóri um ís
fyrir stafni en henni var ekki sint, líklega meðfram af því
að ekkert þótti mega granda skipinu, hólfrað sundur eins
og það var í ólæk gólf, svo það átti ekki uð geta sokkið.
Með skipinu fórust um 1600 manns. Þeir liggja á
mararbotni á tveggja mílna (1760 faðma) dýpi. Það er
fróðlegt að gera sér grein fyrir því hvernig þar er umhorfs.
Sjávarfargið er alveg óskaplegt á því djúpi og líkin
eru fergð af því í þunnar grjótharðar flögur, þetta manns
handar þykkar, og sigin ofan í botnsaurinn rauðan og
slýjaðan, sem morar af bryllilega fáránlegum'kykvendum
og eru þau á svamli k og umhverfis líkin og eta aurinn.
Hljótt og rótt er í því djúpi, geislar sólar ná ekki nið-
ur þangað og þó óveður lemji sjóana fyrir ofan uppíhvít-
fyssandi garða, þá raska þau ekki djúpsins ró. Þar niðri
er niðdimt myrkur og sífeldur helkuldi. í þessu myrkra
ríki liggur Titanic með járnhúfinn mikla sokkinn ofan í
aurinn meira eða minna, ef tfl vill alveg kominn á kaf í
hann. Því enginn hefir kannað dýpt aurleðjunnar á út-
sævisbotni.
Það er algeng trúa bjá sjómönnum og öðrum,að skip-
brot sökkvi ekki til botns í sjónum, þau fari ekki lengra
niður en þar til sjávarþrýstingurinn haldi þeim uppi. Þar
mari þau á lopti í myrkradjúpinu og grotni sundur með