Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 137
ALMANAK 1913.
105
tímanum. En vísindin þekkja aÖ þaö er satt, sem sagði
hinn mikli sjávarbotns könnuöur, Sir John Murray: Þaö
sem sökkur til botns í vatnsglasi, þaö sökkur og til botns
í sjó á hvaða dýpi sem er.
Vatnið er einn hinn ófergilegustu hluta, sem til eru.
Það er ekki hægt að fergja þaö nema 1/10 þúsundasta
hlut af rúmmáli þess. Því er sjórinn ekki nema lítið eitt
þéttari í sér viö botninn heldur en við yfirborðiö, þótt
botnfargiö sé ógurlega mikiö. Þó er fergingin í sjónuni
svo mikil aö væri farginu lyft af alt í einu, þ.e.a.s. þyngd
sjávarins numinn af honum, svo hann bæri allstaðar á
hnettinum sama farg og þéttleik r-g hann nú hefir á yfir-
boröi sér, þá mundi hann óöara bólgna upp ein 500 fet á
hæö og færa í kaf flestar bygðir jarðar.
Sjávarbotninn hefir víöast hvar verið kannaður og
rannsakaöur í þeim höfum sem liggja milli heimskauts-
bauganna. Dýpstu djúp, alt að 8 mílna djúp, hafa verið
rannsökuð með vírkönnum, blýsökkum og botnvörpunet-
um úr vír, og aurinn slæddur upp úr botninum og kyk-
vendi þau, sem hafast þar viö. Jafnharðan leitar blýsakk-
an botns síðustu míluna, sem hina fyrstu. í nýlega út-
gefinni skýrslu frá sjófræðisskrifstofu Bandaríkjanna seg-
ir, að ekki megi rengja'lögmál það, að hver hlutur sem
sökkvi svo í sjó fyrir sakir sinnar eigin þyngdar, að eng-
inn dapill standi upp úr, hann hljóti að sökkva til botns,
og geri ekkert til, hve langt sé milli botnsins og yfir-
borösins. því þarf ekki aö bera brigður á það, að öll
skipbrot og allir blutir, sem eru svo þungiraðþeirsökkva
niöur fyrir yfirborðið, fari til botns. Sú kredda að skips-
flök og náir drukknaðra mari niðri í miðjum sjóoggrotni
þar sundur, er bábilja tóm.
Loptfargið eða loftþunginn er 14 pd. á ferþumlungi
hverjum á yfirborði sjávar og lands og öllum þeirh hlut-