Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 141
ALMANAK 1913.
109
HELZTU VIDBURDIR OG MANNALÁT
MEDAL ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI.
VoriS 1912 útsUrifuðust úr College-deild Manitobaháskóluns:
Björn Hjálmarsson,
Jónas Th. Jónasson,
Hallgrímur Jónsson,
Miss Ethel Middal,
Gordon A. Paulson.
I júní 1912 tók Sig'urjón Jónsson heimsspekispróf við Chicag-o-
háskólann með beztu einkunn. Árið 1910 útskrifaðist hann frá Cní-
tara prestaskólanum í Meadville í Pensylvaníu. Sigurjón er sonur
Jóns Benjamínssonar og konu hans Önnu Jónsdóttur, er eitt sinn
bjuggu á Háreksstöðum í Jökulsárhlíð í N.-Múlasýslu.
15. júní 1912 var Mekkin Sveinsdóttir sæmd meistaranafnbót
(M. A.) af háskóla Seattle-borgar í Wash. Mekkin er dóttir Gunn-
ars Sveinssonar og koriu hans Kristínar Finnsdóttur, sem búa í
Seattle.
I júní 1912 tók fullríaðarpróf í læknisfræði Oliver S. Olson við
læknaskóla í Chicago. Foreldrar hans eru Sigurgeir Olafsson og
Halldój a Guðmundsdóttir, sem búa í Duluth. Minn.
Við kosningar til fylkisþings Saskatchewan í júlí 1912 náði
kosningu hr. Wilhelm H. Paulson, kaupmaður í Leslie, Sask.
27. okt. 1912 vígð kirkja Immanuels-safnaðar í Wynyard,Sask.
af forseta kirkjufélagsins síra Biini B. Jónssyni.
5. nóv. 1912 var herra Gunnar B. Björnsson ritstjóri og eigandi
blaðsins Minneota Mascot,kosinn áríkisþing Minnesotá-ríkis, gagn-
sóknarlaust.