Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 56
37
Áriö 1893 er prentsmiSja sett á stofn á Gimli. Eig-
andinn var Gísli M. Tómasson. ÞaÖ ár byrjar aö koma
út blaöiö “Dagskrá’’, og gaf það út séra Magnús J.
Skaptason; blað það var málgagn trúarskoöunar hans.
Siöar kemur út timaritið “Svafa”, þá “Bergmáliö”, þá
"Gimlungur” og “Baldur”, Öll urðu blöð þessi skamm-
lif.
Á fyrsta ári nýlenduimar var því hreyft, að nauð-
synlegt væri að fá prest til nýlendunnar og reisa kirkjur.
Um veturinn 1876 fara menn þess á leit við séra Jón
Bjarnason, sem þá átti heima í borginni Minneapolis, að
hann gerðist prestur þeirra, og mun hann ekki hafa
tekið því fjarri. Haustið 1876 hafði séra Páll Þorláks-
son boðist til þess að takast prestsþjónustu á hendur í
Nýja íslandi, og itrekað það, en varð ekki af að hann
kæmi. Var hann prestur í Norsku Sýnódunni, sruður i
Bandaríkjum. Þegar kom fram á árið 1877 fóru menn
að hafa fundahöld um þau mál. Kom þá í ljós, að menn
voru allmjög skiftir i því máli, og niðurstaðan varð sú,
að nýlendubúar klofnuðu í tvent um prestsmálin
Séra Jón Bjarnason heimsækir Nýja ísland i júlí 1877
og stóð þar við nokkra daga, prédikaði og vann önnur
prestsverk. Voru þá strax myndaðir söfnuðir og safn-
aðalög samin, og um haustið sendu 130 heimilisfeður
séra Jóni köllunarbréf. Svaraði hann því játandi og
kom alfarinn að Ginili í nóvember um haustið. Hóf
liann þegar starfið meðal safnaða sinna, sem voru firnm
talsins og nefndu sig: “Hið lúterska kirkjufélag íslend-
inga i Vesturheimi”. Þjónaði hann þessum söfnuðum
til þess um vorið 1880 að hann hvarf lieim til íslands.
í o'któber sama ár kemur séra Páll Þorláksson til
Nýja íslands. Höfðu 120 heimilisfeður sent honum
áskorun um að koma og takast á hendur prestsþjónustu.
Voru það þrír söfnuðir og nefndu sig “Hinn ísl. lút-
erski söfnuður í Nýja íslandi.”
All-miklar deilur risu upp milli prestanna og ann-
ara út af kenningum Norsku Sýnódunnar. Leiddu þær