Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 66
47
eldrar hennar, Þortseinn Þorsteinsson og Guðný Vig-
fúsdóttir (d. 26. okt. 1916, 86 ára). í Almanaki 0. S.
Th., 1924, bls 76, er Þorsteinn, faðir Guðrúnar, talinn
Þórðarson; en það er rangt; hann var Þorsteinsson,
Þorkelssonar. Bjuggu þeir feðgar, Þorsteinn og Þor-
kell, í Gesthúsum á Seltjarnarnesi; Þorkell var ættað-
ur úr Skaftafellssýslu, kom þaðan í “Móðuharðindun-
um” 1783-1784. Vigfús, faðir Guðnýjar, móður Guð-
rúnar, konu Bjarna Ingimundssonar, var Einarsson;
sá Einar var hálfbróðir Sveinbjörns á Hvítárvöllum,
föður Þórðar yfirdómsforseta (d. 20. febr. 1856) ;
sonur Þórðar er Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónsnill-
ingurinn nafnfægi.
Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau Bjarni
og Guðrún fóru frá Reykjavík til Ameríku og komu til
Canada 2. ágúst 1886; héldu þau til Þingvallanýlendu
og giftust þar 1888 og byrjuðu búskap. Fluttist Bjarni
þaðan 1894 norður að Manitoba-vatni, settist þar að
skamt fyrir sunnan Kinosota; þar var hann 2 ár, en
fluttist svo til Birds’ Island og var þar eitt ár. Birds’
Island er eyja í Manitoba-vatni skamt sunnan við
Narrows. /— í sambýli við Bjarna þessi þrjú ár, var
Ásmundur Þorsteinsson, bróðir Guðrúnar konu
Bjarna, og komu þeir báðir hingað í bygðina 1897.
Þau Bjarni og Guðrún eru sæmdarhjón og koma í
bvívetna vel fyrir. Hafa þau bæði unnið mikið og gott
starf í félagsmálum bygðarinnar. Bjarni hefir verið
féhirðir Herðibreiðar safnaðar, um mörg ár. Heim-
ili þeirra er vel húsað. Þau éru góðgerðasöm, búsæl
og í góðum efnum. — Um haustið 1913 var þeim
hjónum haldið samsæti til minningar um 25 ára hjóna-
bandsafmæli þeirra; var það samsæti fjölment, og
þeim sýndur þakklætis- og virðingarvottur fyrir góða
framkomu þeirra..
Börn þeirra Bjarna og Guðrúnar eru: (1) Þor-
steinn; (2) Sigurður; báðir í föðurgarði ókvæntir;
(3) Birgitta, kona Jóhanns Arnórs Jóhannssonar; (4)
Guðlaug Gunnhildur fd. 6. maí 1915), kona Árna Mar-