Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 67
48
geirs Jóhannssonar. Þeir Jóhann og Árni eru bræð-
ur, synir Jóhanns Jóhannssoar. ("Sjá bls. 84-86 í Alm.
Ó. S. T, 1924). , , u. L,_ , . ,
Gnðmundur Þorsteinsson. — Ættaður frá Nýlendu
i Seltjarnarnesi, bróðir konu Bjarna Ingimundssonar.
Hann mun hafa komið hingað vestur um 1886. Hing-
að í bygðina kom hann skömmu fyrir aldamótin, tók
heimilisréttarland í námunda við land Jóns Þórðar-
sonar; héðan flutti hann 1906, og fór þá vestur til
Clan William, Man.; hefir síðan átt þar heima og
stundað járnbrautarvinnu.. — Kona Guðmundar var
Ingibjörg Jónsdóttir. Hún andaðist í aprílmán. 1925.
Foreldrar Ingibjargar voru: Jón bcndi Þórarinsson
og kona hans Kristín Björnsdóttir. Þau bjuggu á
Viðastöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu.
Þar andaðist Jón árið 1898. Þá um vorið (1893) flutt-
ist Kristín til Ameríku með 4 yngstu börn sín. Kristín
var fædd 1842 á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá í
N.-Múlasýslu. Giftist Jóni Þórarinssyni 1863. Hún
andaðist 25. júlí 1924 að Clan William, Man, hjá þeim
hjónum; Ingiibjörgu dóttur sinni og Guðmundi Þor-
steinssyni. — Þau Guðmundur og Ingibjörg komust
ætíð vel af. Góðsöm og skyldurækin í stöðu sinni,
Vigfús Þorsteinsson. — Hann er fæddur 23. októ-
ber 1853 í Nýlendu á Seltjarnarnesi; er hann bróðir
Guðrúnar konu Bjarna Ingmundssonar, Ásmundar og
Guðmundar, sem getið er hér á undan. Vigfús lærði
járnsmíði hjá Jónasi Helgasyni, organleikara við dóm-
kirkjuna í Reykjavík. Árið 1876 fluttist Vigfús til
Akraness og stundaði þar járnsmíðar og sjómensku
jöfnum höndum, þar til 1883, áð hann fluttist til Ame-
ríku. — Guðríður Guðmundsdóttir, kona Vigfúsar, er
fædd 4. ág. 1855 á Efra-Skarði í Hvalfjarðarstrandar
hreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hennar vorur
Guðmundur Þorbergsson, ólafssonar Snókdalíns, ætt-
fræðingsins nafnkunna, (d, 4, apr. 1842), og Guðrún