Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 68
\ '
V- i
49
Guðmundsdóttir, bónda á Gljúfurá í Borgarhreppi í
Mýrasýslu. Albróðir Guðrúnar er Guðmundur á Deild
á Akranesi, nafnkunnur greindarmaður og mjóg vel
máli farinn. Síðar giftist Guðrún Sigurði Erlendssyni
í Geirmundarbæ á Akranesi. Þeirra dóttir er Ingi-
björg kona Jóhanns Eyjólfssonar í Sveinatungu, síðar
í Brauiarholti á Kjalarnesi. Jóhann var um eitt skeið
þingmaður Mýramanna. Hann er nafnkunnur fram-
kvæmdar- og dugnaðarmaður. — Vigfús og Guðrún
bjuggu um nokkur ár, við góðan hag, í Nýjabæ á Skipa-
skaga (Akranesi) og fluttu þaðan til Ameríku 1883,
sem áður greinir, Eftir að þau komu hingað til lands^
munu þau fyrst hafa átt heima í Winnipeg; þaðan
fluttu þau til iShellmouth, Sask., og árið 1886 tók Vig-
fús land í Þingvallanýlendu. Þaðan flutti hann til
Portage la Prairie 1894, og þaðan til Big Point bygð-
ar 1896, og þaðan til Big Grass bygðar fluttist hann
1901. Þar bjó hann nokkur ár, en fór þá til Beaver-
bygðar, suður frá Westbourne, tók þar land og bjó á
því allmörg ár. Nú eru þau hjón flutt til Lundar,
Man., en halda þó áfram nokkrum búnaði á landi sínu
í Beaver-bygð.
Þau hjón, Vigfús og Guðríður, eru bæði vel að hæfi-
leikum búin, og hafa hvarvetna kynt sig vel; verið
greiðasöm og góðviljuð. Þau hafa ætíð, fyr og síðar
i búskap sínum, búið við fremur góðan efnahag. —
Börn þeirra eru: (1) Guðmundur ólafur Snókdalín,
skólakennari í Winnipeg; kona hans er Kristín Pét-
ursdóttir, frá Langárfossi, Péturssonar járnsmiðs á
Smiðjuhóli, Þórðarsonar í Skildinganesi. Pétur á
Smiðjuhóli var bróðir Einars prentara Þórðarsonar.
Foreldrar Kristínar, Pétur og Jóhanna Þórðardóttir,
búa nálægt Lundar, Man. (2) Þorsteinn, verzlunar-
maður í Winnipeg. (3) Guðný, gift enskumælandi
manni, C. S. Jackson. (4) Margrét, gift enskumæl-
andi manni.
Hér eru þá talin öll þau Nýlendu systkin, Þor-
steins börn, er átt hafa heima hér í bygðinni, um