Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 71
. 52
t eynni Birds Island bjó hann árið 1894-95, ásamt
Páli Árnasyni (d. 1912) ; árið 1897 flutti Jósef hingað
í bygðina og tók hér heimilisréttarland; þar bjó hann
til dauðadags.
Jósef var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hólm-
fríður Jónsdóttir, og giftust þau 1866; hún dó heima
á íslandi. Þau Jósef og Hólmfríður eignuðust þrjú
börn, eina dóttur, sem dó ung, og tvo syni: Jóhann
Pétur, bónda hér í bygðinni (verður hans síðar getið),
og Helga sem bjó í Winnipeg, kvæntur enskri konu;
hann fór í herinn og mun nú dvelja á Englandi. —
Seinni kona Jósefs, Guðrún Árnadóttir, er fædd 16.
ágúst 1854 á Þjófsstöðum í Presthólahreppi í N.-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hennar: Árni Guðmundsson og
' kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir. Guðrún kom til Ame-
ríku 1883, giftist Jósef 1885. Jósef andaðist 12. sept-
ember 1912.
Börn Jósefs og Guðrúnar eru: (1) Árni Soffóní-
as, fæddur 1. júlí 1884. Hann byrjaði veralun í Lang-
ruth 1910; var það hin fyrsta verzlun, sem stofnsett
var þar, og verzlunarbúðin fyrsta hús, er bygt var í
kaupstaðnum. í félagi með Soffóníasi voru þeir, Frí-
mann bróðir hans og Björn Sigfússon Bjarnasonar,
sem áður er getið. Björn verzlar í sömu búðinni og
rekur nú verzlanina einn. Soffónías fór í herinn 29.
febrúar 1916; kom heim aftur 20. janúar 1919. Eftir
að hann kom heim, kvæntist hann og gekk að eiga
Jónassínu Maríu Guðmundsdóttur Stefánssonar; er
ætt hennar af Langanesi; lifir hún mann sinn og eitt
barn þeirra, Árni. /— Soffónías dó 3. ágúst 1922, af af-
leiðingum af bifreiðarslysi. Hann var velgefinn mað-
ur, eins og þau systkini hans, og kyntist alstaðar vel.
(2) Frímann, sem býi* á föðurleifð sinni; kona hans
er Björg Guðmundsdóttir, Árnasonar; þau hjón syst-
kinabörn. (3) Hólmfríður, kona Karls Björnssonar
Líndals, kjötsala í Langruth. (4) Margrét, kona Að-
alsteins .Jakobssonar Johnson, bónda að Lone Lake
P.O., Man. — Þau hjón, Jósef og Guðrún, voru ætíð í