Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 77
58
þau hið bezta, og komu hvarvetna vel fram. — Einars
er nákvæmlega getið í Almanakinu 1918, bls. 84-87.
Ólafur Hannesson. — Hann er fæddur 10. ágúst
1869 á Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu. Foreldrar
hans voru: Hannes Jóhannesson og kona hans Þórunn
Jónsdóttir. Kona Ólafs er 'Sigríður Júlíana, fædd 25.
júlí 1874 (skírð 2. ágúst 1874, þjóðhátíðardaginn), í
Bíldudal í Barðastrandarsýslu. Foreldrar hennar:
Einar Jórísson Suðfjörð og Guðbjörg Einarsdóttir, sem
getið er hér næst á undan. — Óiafur kom til Ameríku
1886; var um eitt skeið suður í Bandaríkjum, en lengst
mun hann hafa átt heima fyrir norðan Narrows við
Manitoba-vatn; þaðan kom hann hingað í bygðina
1897. Um það leyti giftust þau hjón. Hann keypti
hér tvö lönd, bjó1 þar góðu búi og efnaðist vel. Héð-
an flutti hann vorið 1906, vestur til Weyburrie, Sask.
Á nú heima í bænum Radville, Sask. Á þessu sumri
fór Ólafur heim til íslands snöggva ferð og er nú (í
sept. ’25) í því ferðalagí. — Ekki hefir þeim hjónum
orðið barna auðið, en fósurbarn hafa þau tekið. Þau
hjón eru bæði vel gefin og hefir búnast vel. Ólafur
er hagur maður á smíði og hinn verklægnasti. Þau
nutu hér hylli og vinsælda.
Sigurjón Sigurðsson Lyngholt. — Hann var fædd-
ur 17. maí 1860, á Daðastöðum í Presthólahreppi í N,-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru: Sigurður Ei-
ríksson og kona hans Ólöf Magnúsdóttir. Sigurður
andaðist 23. april 1913, hjá Sigurjóni syni sínum, 82
ára gamall. >— Anna Sigríður, kona Sigurjcns, er fædd
um áramótin 1855-56 á Fagranesi í Sauðaneshreppi í
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru: Halldór
Helgason og kona hans Anna ólafsdóttir. Halldór var
sonur Helga “sterka” frá Gunnólfsvík á Langanes-
ströndum. Heima á íslandi bjó Sigurjón á Grashóii
á Melraikkasléttu. Var hann póstur norður þar. Frá
Grashóli flutti hann til Ameríku 1903. Mun síðar,