Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 80
61
Einar, kvæntur Ólöfu dóttur Bjarna Eastman ('sjá hér
áður); þau búa hér í bygðinni; Einar er atgerfismað-
ur mikill og vel gefinn á marga lund. (2) Eyvindur,
járnsmiður og vélamaður, kvæntur Önnu, systur Ólaf-
ar konu Einars bróður hans. (3) Ingibjörg, gift Birni
Gestssyni Christiansson; búa þau hér í bygðinni. (4)
Halla, gift Júlíusi Crawford syni. Jakobs Crowford,
sem getið er í þættinunfí Alman. 1924, bls. 65-68; búa
þau í Edmonton, Alta. (5) Pétur, ókvæntur, á heima
í Chicago. (6) Magnea, gift enskumælandi manni Roy
McDowell; þau búa í Chicago. (7) Þiðrik; (8) Kjart-
an. (9) óli. (10) Kristófer. (11) Hrefna. — Fimm
hin siðast nefndu eru til heimilis hjá móður sinni, í
foreldra garði. Hrefna stundar á vetrum nám við æðri
skóla í Winnipeg.
Magnús Kaprasíusson. -— Hann er fæddur 22.
desember 1857 í Reykjavík. Foreldrar hans voru:
Kaprasíus Magnússon og kona hans Ragnheiður Þor-
steinsdc'ittir. Magnús er hálfbróðir sammæðra, Guð-
ríðar konu Bjarna Eastman. — Kona Magnúsar, Guð-
ný Jónsdóttir; ci' fædd 14. maí 1863 í Bæ í Andakíls-
hreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hennar 'voru :
Jón, bóndi í Bæ, síðar í Sveinatungu, Jónsson og kona
hans Kristín ('d. 18. júlí 1907). Þau Jón og Kristin
giftust 1850; bjuggu síðast á íslandi í Sveinatungu í
Norðurárdal; fóru til Ameríku 1890; Jón dó í Álfta-
vatns-nýlendu vorið 1907. Börn þeirra voru fimm og
eru talin hér: Guðný sem áður er nefnd; Kristján,
grafreitsvörður í Duluth, Minn., nafnkunnur atgerf-
ismaður; Kristbjörg, kona Sigtryggs Snorrasonar á
Þcrustöðum í Svínadal suður; Pétur, druknaði í Njarð-
víkum 1880,—Fórst margur góður drengur á því skipi;
Helgi, búfræðingur, dó af slysi suður í Bandaríkjum
1890. Þeir Pétur og Helgi miklir atgerfismenn. —Jön,
faðir Guðnýjar, var ættaður frá Vatnshömrum i Anda-
kíl, bróðir Vigfúsar í Katanesi. Faðir Kristínar,
móður Guðnýjar, var Pétur í Norðtungu (d. 5. júní