Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 87
68
regntímabilið eða of stutt, eða þurkurinn of langsam-
ur,— svo ekkert sé undan felt.
Eins og fyr er frásagt, varð Blaine löggiltur bær
1891. Eins og margir bæir hér á ströndinni, óx hann
fljótt, og bjuggust menn við að hann yrði á skömmum
tima að stórborg, Stór-skógur náði fram að flæðar-
máli. Alt umhverfið var einn blindskógur. Fiskur-
inn gekk upp í fjörusteina. Auðmenn að austan keyptu
upp landið.- Lóðir voru seldar og keyptar fyrir stór-
fé; hús þutu upp á skömmum tíma. Sögunarmyllur
þutu upp og verkamenn þustu hingað hvaðanæfa.
Eru nú flestallar þessar sögunarmyllur hættar að
starfa, nema ein, sem kvað gefa um 200 manns at-
vinnu, þegar hún er starfrækt til fulls,. sem ekki er
gjört nema að sumrinu og fram á haustið. — Önnur
sögunarmylla er hér utan við bæinn, sem unnnið mun
í nckkuð stöðugt, en gefur ekki mörgum atvinnu.
Frá því nokkru fyrir aldamótin og fram að 1910
urðu hér til mörg fiski-niðursuðuhús, sem fiest höfðu
einnig meira eða minna fiskiúthald. Eitt eða fleiri
suðu og niður krabba og annan skelfisk. Byrjaði sú
veiði vanalega nokkru fyr en laxveiðin. Á þessum ár-
um unnu allir, sem vetlingi gátu valdið, eftir að nið-
ursuðan hcíst; konur og unglingar pökkuðu með
höndunum í könnurnar og höfðu góð laun, meðan á því
stóð. Nú er þetta alt löngu búið. Vélarnar pakka í
st-að fólksins og fiskurinn á förum. Gildir hér hið
sama eins og á Point Roberts (sjá Alm. 1925).
Hér í Blaine munu um eitt skeið hafa verið sjö
stór niðursuðuhús; nú er einungis eitt af þeim eftir
(Alaska Pakkers’ Assn.), sem teljandi er. En það er
‘íka stórt og cflugt félag. — Eins og sjá má af því,
oem þegar er sagt, er atvinna hér nú mun minni, en
áður hefir verið. Það virðist hafa legið fyrir Blaine,
að verða að eins smábær. Þó hefir hann ýms skilrði
til að geta orðið stór í framtíðinni.