Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 88
69
'Engin veruleg samtök munu nokkurs staðar hafa
átt sér stað meðal íslendinga um flutning til Blaine
eða landnáms þar. Enda var hér um engin heimilis-
réttarlönd að ræða. Menn urðu að kaupa hvern blett
dýru verði, hvort heldur í bænum eða utan hans. En
men'n heyrðu óminn af “góðum tímum” í Blaine, austur
yfir fjöllin, þegar “tímar” voru daufir annarsstaðar,
og svo fóru þeir af stað, og vinir og frændur komu á
eftir, og þó náðu fáir í “góðu tímana”, því þeir stóðu
skamma stund. Stærsti og eini hópur íslendinga kom
frá Selkirk, Maii. Þó voru nokkrir íslendingar komn-
ir á undan þeim. En þeir komu sinn úr hverjum stað,
og dreifðir. Þannig héldu þeir áfram að koma, ein
og tvær fjölskyldur í senn. Á sama hátt bygðist og
landið. Að austan kom fólksstraumurinn, og strand-
aði hér. Lengra var ekki hægt oð komast vestur, því
hér tók hafið við. En það hefir orðið flestum að
góðu, og fáir kæra sig um að fara austur aftur, hvort
sem þeir eru í bygð eða bæ.
Bændur umhverfis Blaine.
Guðný Þorleifsdóttir Lee, er fædd 1844, að Viða-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norður-fMúlasýslu. For-
eldrar hennar voru Þorleifur Jónsson og Sigríður
Jónsdóttir, sem þar bjuggu. Hún misti föður sinn
ung, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpa, sem einnig
var föðurbróðir hennar—og seinni maður móður
hennar, en faðir Þorleifs Jónkimssonar óJackson), og
hálfbróðir 'Guðnýjar. Þau hjón bjuggu í Kornstaðar-
gerði. Þar var Guðný til fullorðinsára. Fór vestur
um haf 1883. ásamt hjónunum Haraldi Péturssyni og
Steinunni Björnsdóttur, sem lengi bjuggu á Fjöllunum
í N. Dak., og Svöfu dóttur sinni, sem að mestu var alin
uipp hjá nefndum hjónum, en nú gift Vilhjálmi bónda
Ögmundssyni í Birch Bay, og seinna verður getið.
Guðný fór þegar í vinnu til norsks bónda, Óla Lee
og konu hans, Þórunnar Halldórsdóttur. Þessi hjón